is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28868

Titill: 
  • Líkamlegt þrek knattspyrnukvenna í efstu deild á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar var að kanna líkamlegt þrek knattspyrnukvenna sem keppa í efstu deild á Íslandi. Niðurstöðurnar voru bornar saman við erlendu leikmenn liðsins, því var áhugavert að kanna hvort þeir leikmenn sem koma hingað til landsins búi yfir betra líkamlegu þreki. Niðurstöðurnar voru einnig bornar saman við sömu mælingar á A-landsliðs hóp kvenna sem fóru fram fyrr á árinu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru leikmenn hjá félagsliði í Pepsi deild kvenna. Lögð voru fyrir þrjú próf sem mæla líkamlegt þrek leikmanna og má þar helst nefna loftháð þol, snerpu, hraða og hraðaþol. Prófin þrjú voru Illinois snerpu próf, 6x30 metra hraðaþolspróf og Yo-Yo IE2.
    Helstu niðurstöður voru þær að marktækur munur kom fram á milli félgasliðs og A-landsliðs í öllum niðurstöðum nema í Yo-Yo IE2 prófinu. A-landsliðs leikmenn komu betur út í öllu nema þegar þreytustuðullinn var reiknaður, þá voru leikmenn félagsliðs betri. Ekki fannst martækur munur á erlendu leikmönnum og þeim íslensku nema varðandi þreytustuðulinn, þar komu íslensku leikmennirnir betur út. Niðurstöðurnar benda til þess að íslensku leikmennirnir búa yfir betra hraðaþoli en erlendu leikmenn liðsins. Einnig benda þær til þess að A-landsliðleikmennirnir og erlendu leikmennirnir búa því yfir meiri sprengikrafti en þeir íslensku, þó var ekki marktækur munur á milli erlendu og íslensku leikmanna. Mælingar á sama tíma hefðu mögulega sýnt meiri mun á milli hópanna

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.-Ritgerð-lokaskjal.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna