is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28870

Titill: 
  • Einstaklingmiðuð styrkþjálfun fyrir knattspyrnukonu : tímabilaskipt og einstaklingsmiðuð styrkþjálfun fyrir knattspyrnukonu frá byrjun undirbúningstímabils til enda undirbúningstímabils
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Knattspyrnukona í 1.deild á Íslandi var sett í styrkþjálfun sem íþróttafræðinemi leiðbeindi henni í gegnum frá byrjun undirbúningstímabils til enda þess, samhliða knattspyrnu- og styrkþjálfun frá félaginu. Styrkþjálfuninn var tímabilsskipt í líkamlegan aðlögunarfasa, hámarksstyrkfasa og umbreytingarfasa. Hámarkshraða-, snerpu og hraðaþolsmælingar voru gerðar á viðfangsefninu og liðinu hennar í enda janúar og enda apríl. Engar mælingar voru gerðar í byrjun undirbúningstímabils vegna meiðsla iðkandans. Marktækur munur var á bætingu iðkandans í snerpu og hraðaþoli en ekki var marktækur munur á hámarkshraða. Lóðréttur stökkkraftur jókst um 11 cm frá desember til maí, en ekki var mældur stökkkraftur hjá liðinu. Niðurstöður gefa vísbendingu um að tímabilaskipt styrkþjálfun auki líkamleg afköst hjá knattspyrnukonum, erfitt er að mæla hvort einstaklingsmiðaða þjálfunin vegi jafn mikið þar sem áherslurnar í tímabilaskiptingunni í styrkþjálfuninni hjá liðinu voru ekki þær sömu og voru í rannsókninni. Áhugavert væri að hafa knattspyrnuliðið í tímabilsskiptri styrkþjálfun með áherslum sem eru í samræmi við kenningar um tímabilaskiptingu og að hafa nokkra einstaklinga úr þeim hópi í einstaklingsmiðaðri styrkþjálfun með sömu tímabilaskiptingu.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einstaklingmiðuð styrkþjálfun fyrir knattspyrnukonu.pdf968.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna