is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28871

Titill: 
  • Lögvarðir hagsmunir í einkamálum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslensk réttarskipan gerir ráð fyrir því að menn geti leitað til dómstóla í því skyni að fá skorið úr um réttindi sín og skyldur. Þrátt fyrir að sú sé raunin hefur þó löngum talist nauðsynlegt að setja því takmörk hvaða ágreiningsefni dómstólar fjalli um. Einkum telst mikilvægt í þessu sambandi að stemma stigu við því að dómstólar þurfi að leysa úr málum sem þangað eiga ekkert erindi. Til að koma í veg fyrir slíkt gilda almennar réttarfarsreglur sem takmarka hvers konar mál verða borin undir dóm. Ein slík regla kveður á um að stefnandi skuli hafa það sem kallast lögvarðir hagsmunir af úrlausn kröfu sinnar. Hugtakið lögvarðir hagsmunir er hvergi skilgreint í lögum um meðferð einkamála nr. 19/1991 en hefur þó mikla þýðingu þar eð dómstólar vísa kröfu frá dómi ef skilyrðið er ekki uppfyllt. Í stuttu máli má segja að inntak skilyrðisins um að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af efnisdómi um kröfu sína feli í sér að það skipti hann máli að lögum að úr henni sé leyst. Einhver kynni að spyrja hvenær aðili teljist hafa slíkan hag af úrlausn kröfu sinnar. Við þeirri spurningu er ekkert einhlítt svar. Greiðasta leiðin til að afmarka inntak reglunnar í íslenskum einkamálarétti er að gera dómaframkvæmd Hæstaréttar skil, og er sú leið farin í þessari ritgerð, en þó með hliðsjón af fræðilegri umfjöllun þegar það á við. Fjallað er um þó nokkurn fjölda dóma, enda af nógu taka, og þeir flokkaðir eftir því sem þeir eiga sammerkt. Þá verður staðnæmst við einstaka dóma sem gefa tilefni til sérstakrar umfjöllunar og rökstuðningur þeirra brotinn til mergjar. Er tekið mið af dómaframkvæmd fram til 1. september 2017.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lögvarðir hagsmunir í einkamálum.pdf762.32 kBLokaður til...01.09.2050HeildartextiPDF
Eyðublað.pdf37.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF