is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28872

Titill: 
  • „Mér finnst hreyfing lífsnauðsynleg“ Virkni og áhugahvöt kvenna 65-75 ára til hreyfingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf kvenna á aldrinum 65-75 ára til hreyfingar ásamt því að skoða hvort tengsl væru á milli virkni í æsku t.d. í íþróttaiðkun og virkni í hreyfingu á efri árum. Einnig var skoðað hvað það er sem hvetur þær til að stunda reglulega hreyfingu.
    Aðferð: Gögnum í rannsókninni var aflað með eigindlegri rannsóknaraðferð á vordögum 2017. Tekin voru fimm opin viðtöl við konur á aldrinum 65-75 ára. Viðtölin fóru fram á heimilum viðmælenda með beinum orðaskiptum rannsakanda og viðmælenda.
    Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendurnir höfðu almennt jákvæða upplifun og var viðhorf þeirra til hreyfingar jákvætt. Megin hvatinn til að stunda hreyfingu var að viðhalda andlegri- og líkamlegri heilsu ásamt því að þær töluðu um að falleg náttúra og góður félagsskapur skipti þær máli en margar þeirra stunduðu göngutúra, ýmist einar eða í hóp. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að tengsl voru á milli íþróttaiðkunar í æsku og ástundun hreyfingar hjá viðmælendum.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Júlíana.pdf546.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna