is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28876

Titill: 
  • Getuskipting til frama? : viðhorf knattspyrnuþjálfara til getuskiptingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvernig er best að haga hópaskiptingu í knattspyrnu til þess að iðkendur fái sem mest út úr hverri æfingu og hver er skoðun þjálfara á getuskiptingu innan æfinga? Til að leita svara við þessu var gerð megindleg rannsókn og fór gagnaöflun fram á vormánuðum 2017. Rafrænn spurningalisti var sendur út og bárust svör frá 108 þjálfurum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvert viðhorf þjálfara væri á getuskiptum æfingum og fái innsýn í hvernig þeir telja að sé best að hátta henni, hvaða iðkendur fá mest út úr getuskiptingu og hverjir minnst að þeirra mati. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að knattspyrnuþjálfarar á Íslandi eru flestir sammála því að getuskipting sé nauðsynleg til þess að hægt sé að ná árangri í knattspyrnu. Á sama tíma er mikilvægt fyrir þjálfara að vera meðvitaða um þann mun sem er á þroska iðkenda fyrir kynþroskaaldurinn og vera tilbúnir að stokka upp í skiptingu þegar þess þarf. Af niðurstöðum má draga þær ályktanir að meirihluti þjálfara telja að þörf sé á getuskiptingu og hún eigi að hefjast fyrir kynþroska barna.

Samþykkt: 
  • 5.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð skil.pdf599,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna