Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28877
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líkamlegri afkastagetu handknattleiksmanna eftir leikstöðum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort að marktækur munur sé á hæð, þyngd, stökkhæð, spretthraða og þoli eftir leikstöðum hjá íslenska kvennalandsliðinu og hvar munurinn liggur. Einnig verður athugað hvort að marktæk fylgni sé á milli afkastaprófa. Þátttakendur voru 25 talsins. Niðurstöður leiddu í ljós að marktækur munur var á hæð hornamanna og markvarða. Ekki var marktækur munur á þyngd eftir leikstöðum. Niðurstöður afkastaprófa sýndu engan marktækan mun á milli leikstaðna. Marktæk fylgni fannst á milli 10 m og 30 m sprettprófs, 10 m sprettprófs og Yo-Yo IR2 prófs, 30 m sprettprófs og Yo-Yo IR2 prófs og 30 m sprettprófs og CMJ prófs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skil-BSc-sandra1.pdf | 401,38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |