is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28880

Titill: 
 • Samband líkamshreysti og hreyfifærni hjá einstaklingum á aldrinum 66-76 ára
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig samband líkamshreysti og hreyfifærni er hjá heilbrigðum einstaklingum á aldrinum 66-76 ára.
  Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 35 talsins. Fjöldi karla var 26 (74,3%) og fjöldi kvenna var 9 (25,7%). Þátttakendur voru á aldrinum 66-76 ára og var meðalaldur þátttakenda 70,89 ár. Í rannsókninni voru sex próf notuð. Þrjú prófanna voru líkamshreystipróf; 30 sekúndna standa - setjast styrktarpróf, tveggja mínútna hnélyftu þolpróf og 2,45 metra hraða og snerpupróf með snúningi. Þrjú prófanna voru Test of Motor Competence (TMC) hreyfifærnipróf; raða kubbum á spjald, kubba turn og hæll í tær ganga.
  Niðurstöður: Tiltölulega há (r=-0,517) og marktæk (p<0,01) fylgni var á milli heildar líkamshreysti og heildar hreyfifærni þátttakenda rannsóknarinnar. Einnig var marktæk fylgni á milli einstaka líkamshreystiþátta borið saman við heildar hreyfifærni þátttakenda.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samband líkamshreysti og hreyfifærni er nokkuð hátt hjá aldurshópnum 66-76 ára. Rannsóknir á líkamshreysti og hreyfifærni hjá yngri einstaklingum benda til þess að sambandið sé minna hjá unglingum en börnum. Þessi rannsókn leiðir að því líkur að eitthvað gerist með aldrinum sem gerir það að verkum að sambandið milli líkamshreysti og hreyfifærni fer aftur að styrkjast. Það kemur nokkuð á óvart hversu sterkt sambandið er og frekari rannsókna er þörf á málefninu.

Samþykkt: 
 • 5.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. skil.pdf976.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna