is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28883

Titill: 
 • Rannsókn á reglum um kaupauka í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fyrirkomulag kaupaukagreiðslna, sér í lagi innan fjármálafyrirtækja, er af mörgum talið hafa átt sinn þátt í að hrinda af stað hinni alþjóðlegu fjármálakreppu sem náði hámarki haustið 2008. Sagt hefur verið að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja hafi aðallega verið hannað með hagsmuni hluthafa í huga, sem hafi lagt áherslu á skammtímahagnað og útgreiðsla kaupauka þannig byggst á skammtímaniðurstöðum, án tillits til afleiðinga til lengri tíma og áhrifa á áhættustig fyrirtækjanna.
  Reglur um kaupauka sem settar hafa verið eftir fjármálakreppuna taka mið af ofangreindum atriðum og er fyrst og fremst ætlað að stuðla að því að uppbygging kaupauka sé í samræmi við trausta áhættustýringu. Reglur íslensks réttar um kaupauka hafa verið í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki síðan árið 2010. Þær eru upprunnar af vettvangi Evrópusambandsins, en íslenska ríkið hefur innleitt þær gegnum aðild sína að EES-samningnum.
  Á Íslandi hafa reglur um kaupauka verið innleiddar með nokkuð íþyngjandi hætti, bæði miðað við það sem gert er ráð fyrir í reglum ESB-réttar og miðað við innleiðingu sömu reglna í nágrannaríkjum Íslands. Það hefur hlotið gagnrýni, m.a. því það skerði samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja á alþjóðavísu. Einnig hefur ósveigjanleiki reglnanna verið gagnrýndur og talið að þær henti ekki sumum tegundum fyrirtækja. Í ljósi þessara atriða þarf síst að koma á óvart að leitað sé leiða innan íslenskra fjármálafyrirtækja til að komast hjá reglunum alfarið, en borist hafa fréttir þar sem því er gefið undir fótinn.
  Ritgerðin inniheldur umfjöllun m.a. um kaupauka og tengsl þeirra við fjármálakreppuna, auk umfjöllunar um reglusetningu innan Evrópusambandsins í kjölfar hennar, þar á meðal á sviði starfskjarastefna og kaupauka. Stærstur hluti ritgerðarinnar er síðan fólginn í umfjöllun um hinar íslensku kaupaukareglur og samanburði þeirra við reglur ESB-réttar um sama efni.

Samþykkt: 
 • 5.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf27.55 kBLokaðurPDF
Rannsókn á reglum um kaupauka.pdf1.06 MBLokaður til...01.01.2060HeildartextiPDF