Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28885
Í nútímasamfélagi hljóta samfélagsmiðlar æ meira rými í daglegu lífi. Hér verður Snapchat skoðað, með sérstaka áherslu á einstaklinga sem teljast opinberir snapparar. Einblínt verður á birtingarmynd sjálfsins, hvers vegna myndir eða myndbönd eru birt, og í hvaða aðstæðum. Auk þessa verða skoðuð samskipti við fylgjendur. Notast verður við kenningar Erwing Gofffman um framsetningu sjálfsins og Charles Horton Cooley um spegilsjálfið. Gagnaöflun fól í sér sex eigindleg viðtöl við ræktarsnappara á aldrinum 21-35 ára auk viðtals við 22 ára almennan notanda Snapchat. Fram kom að framsetning sjálfsins á sér stað á Snapchat líkt og í daglegu lífi auk speglunar sjálfsins við aðra í sömu sporum. Hinsvegar virðist Snapchat gegna öðrum lögmálum um áhrifastjórn sökum þess að um „hvarfmiðil“ (e. ephemeral social media) er að ræða, þ.e. inlegg notenda eru ekki vistuð, líkt og gengur og gerist á öðrum samfélagsmiðlum, heldur hverfa þau eftir ákveðinn tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing 0312942669.pdf | 346,29 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA - Júnía Sigurrós Kjartansdóttir.pdf | 559,19 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |