is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28887

Titill: 
 • Meiðsli knattspyrnuiðkenda : algengustu meiðsl kvenna og karla í 2. og 3. flokki
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt í heiminum í dag og er
  aukning á iðkendafjölda talsverður á hverju ári, með þessari
  fjölgun eykst einnig tíðni meiðsla hjá ungmennum. Knattspyrna
  er með hærri tíðni meiðsla heldur en margar aðrar íþróttir sem
  valda samstuði. Rannsóknin okkar mun gera grein fyrir
  algengustu meiðslum stúlkna og drengja í 2. og 3. flokki í
  knattspyrnu, þar sem farið verður inn á mikilvægi
  styrktarþjálfunar og fyrirbyggjandi æfinga til að minnka tíðni
  meiðsla. Rannsóknarspurningarnar voru: er munur á meiðslum
  karla og kvenna í knattspyrnu, eru meiðsl í 2. flokki algengari
  en í 3. flokki og eru hnémeiðsl algengari meðal kvenna heldur
  en karla? Til að svara rannsóknarspurningunum var farið á
  æfingar hjá Breiðabliki, Fjölni, Víkingi og Þrótti og svöruðu
  iðkendur flokkanna spurningarkönnun. Alls tóku 147 iðkendur,
  53 stúlkur og 94 drengir, þátt í rannsókninni. Samkvæmt
  niðurstöðum rannsóknarinnar voru hnémeiðsl algengustu
  meiðsl í knattspyrnu hjá bæði drengjum og stúlkum. Einnig má
  sjá að styrktarþjálfun hefur áhrif á meiðslatíðni í 2. flokki þar
  sem aldursbilið er breiðara en í öðrum yngri flokkum.

Samþykkt: 
 • 6.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_harpaogthordur.pdf.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna