is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2889

Titill: 
  • Eftirlitssamfélög í kvikmyndum. Minority Report og The Truman Show útfrá kenningum Benthams, Foucaults, McLuhans og Baudrillard
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar var að skoða kvikmyndir sem fjalla á einn eða annan hátt um eftirlit og eftirlitssamfélög. Litið var á hvers konar myndir er um að ræða, hvaðan hugmyndir um eftirlitssamfélög kvikmyndanna spretta og hvernig þær hafa þróast og breyst með tímanum. Lagt var upp með að kanna hvort þessar kvikmyndir eigi eitthvað sameiginlegt fyrir utan umfjöllunarefnið og hvers konar eftirlitssamfélög birtast í þeim. Til grundvallar greiningunni lágu tvær kvikmyndir, Minority Report (2002) og The Truman Show (1998) en fleiri myndir voru einnig hafðar til hliðsjónar. Auk áherslunnar á að finna hina sameiginlegu þætti var skoðað hvernig birtingarmynd eftirlitskerfisins í þessum myndum samræmist hugmyndum og kenningum nokkurra fræðimanna. Um er að ræða hugmyndir breska nytjastefnumannsins Jeremys Benthams um eftirlitsbyggingu, franska heimspekingsins Michels Fouccaults um ögun og vald, kanadíska fjölmiðlafræðingsins Marshalls McLuhans um fjölmiðla og rafvæðingu og að lokum hugmyndir franska félagsfræðingsins Jeans Baudrillards um skynjun og sýndarveruleik. Í ljós kom að eftirlitsmyndir eiga margt sameiginlegt, bæði í frásagnarlegu tilliti, persónusköpun sem og í myndmáli. Í þeim er að finna nokkur endurtekin grunstef og minni sem koma fyrir aftur og aftur og marka sérstöðu þeirra innan kvikmyndaflórunnar. Í ljósi þeirra kenninga sem kvikmyndirnar eru mátaðar við má draga þá ályktun að þær gegni einnig ákveðnu samfélagslegu hlutverki því þær vekja upp spurningar um raunverulegt eftirlit og eftirlitskerfi og hvernig þau hafa áhrif á líf fólks. Eftirlitsmyndirnar setja mark sitt á veruleikann, þær móta viðhorf fólks til kerfisbundins eftirlits auk þess sem þær lýsa ekki aðeins framtíðarsamfélögum heldur eru þær samtímaspegill á atburði nútímans.

Samþykkt: 
  • 29.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SKEMMA_fixed.pdf1.86 MBLokaðurHeildartextiPDF