is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31671

Titill: 
  • Kvíði er eins og að fá spark í magann og geta ekki andað : um kvíða meðal unglinga í 9. bekk grunnskóla
  • Titill er á ensku Anxiety is like getting kicked in the gut so you can´t breath
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ýmislegt bendir til að kvíði sé vaxandi vandamál meðal unglinga en kvíði er auk þess töluvert feimnismál meðal þeirra. Rannsóknir benda til að kvíðaraskanir eru algengari meðal stúlkna en drengja og þær eru einnig viðkvæmari en drengir fyrir kvíða, hvað varðar líffræðilega þáttinn. Markmiðið með rannsókn þessari er að grafast fyrir um hvort og þá hvað hugsanlega veldur kvíða meðal unglinga í grunnskólum nú á dögum. Er það skólinn sjálfur og þá viðfangsefni hans eða aðstæður í skólanum sem eru kvíðavaldandi, félagslífið í skólanum eða hafa samfélagsmiðlar mikið að segja varðandi kvíða? Einnig er neteinelti skoðað sérstaklega og tengsl þess við kvíða. Til að ná fram markmiðum rannsóknarinnar var megindlegri rannsóknaraðferð beitt og var spurningakönnun lögð fyrir heilan árgang í einum skóla, það er nemendur í 9. bekk. Hér er um tilviksrannsókn að ræða þar sem aðeins einn árgangur er skoðaður. Ekki er hægt að alhæfa út frá þessari rannsókn en vísbendingar gefa til kynna hvað sé í gangi í hugum unglinga. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kvíði er vandamál meðal unglinganna og líkt og rannsóknir hafa gefið til kynna er kynjamunurinn til staðar; kvíði er töluvert meiri meðal stúlkna en drengja. Samfélagsmiðlar virðast hafa töluvert að segja í tengslum við kvíða, þá er ekki átt við að unglingar kvíði því að vera á samfélagsmiðlum heldur virðast vera tengsl á milli þess tíma sem unglingarnir eyða á samfélagsmiðlum og svefnleysis. Margt bendir til að tengsl séu milli svefnleysis unglinga og kvíða. Meðal þátttakenda í þessari rannsókn virtist neteinelti ekki vera vandamál en ekki er hægt að alhæfa um það að neteinelti sé ekki lengur vandamál hjá unglingum, þó svo að einn árgangur í einum skóla komi svona vel út.

  • Útdráttur er á ensku

    Anxiety appears to be a growing problem amongst teenagers but the anxiety is still a source of a embarrassment amongst them. Studies indicate that anxiety disorders are more evident among girls than boys and also that girls are more sensitive for anxiety, biologically speaking. The purpose of this study is to explore what causes anxiety among teenagers in lowersecondary schools. Is it the school it self and its subjects or do some particular circumstances in the school explain anxiety, for example social life in the school or is there a relationship between social and anxiety? Cyberbullying is also taken into consideration and its relation to anxiety. In order to achieve the objectives of the study, a quantitative research method was applied, and a questionnaire was submitted to all 9th grade students in one school. Consequently it was a case study in which only one grade was examined. Therefore it is not possible to generalize about the findings, but they certainly indicate what is happening in minds of youngsters. The main findings of the study are that anxiety is a problem among the teenagers and, as other studies have shown, gender differences are present; anxiety is clearly more evident amongst girls than boys. Social media seem to affect anxiety, but it does not mean that teenagers are anxious because they use social media per se, but there is a connection between time spent in social media and insomnia. Insomnia among teenage students leads to anxiety. Cyberbullying seemed not to be a problem among the participants in this study, but this does not mean that cyberbullying is no longer a problem for young people.

Samþykkt: 
  • 23.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bergsteinn_gunnarsson_lokaskjal.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Bergsteinn Gunnarsson_yfirlýsing.pdf209.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF