is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34550

Titill: 
  • Hvernig getur faglegt lærdómssamfélag dregið úr brottfalli nýliða í grunnskólakennslu?
  • Titill er á ensku How can a professional learning community reduce new teacher attrition?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari heimildaritgerð var að koma með tillögur um hvað skólastjóri getur gert til að stuðla að bættu starfsumhverfi grunnskólakennara í þeim tilgangi að draga úr brottfalli nýliða í kennslu. Til þess studdist ég við hugmyndina um faglegt lærdómssamfélag þar sem eftirfarandi þættir eru í forgrunni: Starfsfólk skólans er með sameiginlega sýn á skólastarfið, samvinna er mikil, starfsfólk styður hvert annað og vinnur saman að því að greina starfshætti sína með það að markmiði að bæta þá og styrkja sig í starfi. Samvinna og samstarf eru lykilþættir í faglegu lærdómssamfélagi og því notaðist ég einnig við hugmyndina um teymiskennslu sem styður við lærdómssamfélagið í skólanum enda margar rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa á skólastarf þar sem samvinna kennara er í fyrirrúmi. Ég skoðaði margskonar upplýsingar og studdist við rannsóknarniðurstöður um faglegt lærdómssamfélag, teymiskennslu og starfsumhverfi til þess að setja fram tillögur til að bæta starfsumhverfi í grunnskólum.
    Niðurstöður verkefnisins eru þær að faglegt lærdómssamfélag stutt af teymiskennslu getur bætt starfsumhverfi grunnskólakennara og með skipulögðum stuðningi við nýja kennara í skólanum í að lágmarki eitt til tvö ár er hægt að draga úr brottfalli nýliða í kennslu. Skólastjórinn gegnir lykilhlutverki í skólaþróunarferlinu við að skapa faglegt lærdómssamfélag innan skólans og skiptir forysta hans öllu máli ef vel á að takast. Það sem skólastjóri þarf að gera til þess að bæta starfumhverfið svo að kennarar kjósi að starfa áfram í kennslu og um leið til að draga úr brottfalli nýliða er í fyrsta lagi að skapa sameiginlega framtíðarsýn um skólastarfið. Skólastjórinn þarf einnig að búa til samvinnumenningu með stuðningi teymiskennslu, leggja sig fram við að skapa jákvæðan starfsanda og hvetja kennara til starfsþróunar ásamt því að sjá til þess að þeir fái tækifæri til þess. Einnig er mikilvægt að styðja vel og skipulega við nýliðana fyrstu tvö til þrjú árin þeirra í kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal with this literature review research was to come up with suggestions on what a school principal can do to make the work environment in a primary or lower secondary school better in order to reduce new teacher attrition. The concept of professional learning communities is used to back up the idea because in professional learning communities the following elements are notable: the school staff has a joint future view for the school, people work together and support each other and they meet regularly, trying to improve their own practice. As collaboration and teamwork are key components in a professional learning community I also used the idea of team teaching in my suggestions, as it has the same key components as the professional learning community and a lot of research has shown positive results of team teaching on teacher cooperation. I looked at all kinds of data and resources and I also looked at results from research on professional learning communities, team teaching and work environment, in order to come up with my suggestions on better working environment for primary and lower secondary school teachers.
    The results of this research review are that a professional learning community, supported by team teaching, can make teachers’ work environment better and if new teachers are given substantial support for at least one or two years, it is possible to reduce new teacher attrition. The school principal is a lead person in the school reform when building a professional learning community and his leadership is vital. What the school principal has to do in order to make the work environment better so that teachers want to make teaching their future job, plus to reduce new teacher attrition, is to build a joint future view of the school. The principal has to build a culture of cooperation with the support of team teaching, do everything possible to build a good working environment, encourage teacher development and he has to give teachers the opportunity to do it. It is also important to give an organised support to new teachers for their first two or three years in teaching.

Samþykkt: 
  • 29.10.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bernharð Antoniussen_Faglegt lærdómssamfélag og brottfall nýliða.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.34 MBLokaðurYfirlýsingPDF