is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37194

Titill: 
  • Rótarflækja : starfendarannsókn sem nýliði í kennslu samhliða fyrstu tveimur árunum í teymiskennslu
  • Titill er á ensku Tangled roots : action research as a first year teacher the first two years of team teaching
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um starfendarannsókn fyrstu tvö ár mín sem nýliða í kennslu og þróun teymis sem ég tók þátt í. Markmið rannsóknarinnar var að rýna í upphaf teymiskennslu og hvernig hún mótaðist í faglegt samstarf. Einnig er fjallað um áskoranir, starfsþróun og bætta fagmennsku fyrstu ár mín sem nýliða í umsjónarkennslu á grunnskólastigi. Rannsóknin hófst vorið 2017 og lauk sumarið 2020. Tilgangurinn er að veita fagfólki sýn inn í þróun teymiskennslunnar og áskoranir sem nýliði í kennslu þarf að takast á við. Gagnaöflun var tvíþætt; rannsóknardagbók og viðtal við teymisfélaga í lok tveggja ára tímabils. Í rannsóknardagbók voru skráðar upplifanir, athugasemdir, vangaveltur, samtöl o.fl. Gagnagreining fór fram jafnóðum á rannsóknartímabilinu og fól hún í sér reglulega ígrundun í starfi, kennslu, hegðun og um samskipti við teymisfélaga og nemendur mína. Gagnaöflun og gagnagreining hafði áhrif á hvernig ég mótaðist sem kennari og sem einstaklingur í teymi. Helstu einkenni í ferlinu voru greind í fjögur þemu; samskipti, teymi og samstarf, kennsla og skipulag og þróun í starfi. Gildi kennara, starfskenning og fagmennska fellur undir fjórða þema.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fagleg samskipti og traust meðal teymisfélaga studdi við að mynda öflugt teymi sem náði að takast á við bæði jákvæða og neikvæða þætti. Þannig varð teymiskennslan okkar árangursrík og markviss. Við teymisfélagarnir studdum við styrkleika og sérsvið hver annars og komum þannig til móts við þarfir nemenda með fjölbreyttum kennsluháttum. Með þessum starfsháttum náði fagleg teymiskennsla að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Teymiskennsla heppnast vel ef kennarar og sérkennarar gera sér grein fyrir þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar í árangursríku teymi. Nauðsynlegt er að gefa sér tíma fyrir undirbúning, samræður, skipulagða faglega vinnu og hugstormun, ásamt því að kynnast vel svo hægt sé að byggja traust sem er undirstaða í góðu teymi. Með þessa þætti í huga og með góðu stuðningsneti teymisfélaga og stjórnenda stuðlar teymiskennsla að bættri kennslu, starfsþróun og fagmennsku kennara.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation is about an action research during my first two years as a novice teacher and on how the collaboration of a team I took part in developed. The aim of the study was to examine the beginnings of team teaching and how it developed into professional collaboration. Challenges, career development and improved professionalism I experienced as a first and second year teacher are also scrutinized. The research began in the spring of 2017 and ended in the summer of 2020. The main goal of this research is to give professionals an insight into the development and evolution of team teaching and the challenges that newcomers to teaching need to overcome. Data collection was split into two categories; a research journal and an interview with the team members at the end of a two-year period working relationship. The research journal recorded experiences, comments, speculations, conversations, etc. Das analyzed throughout the research period, which included regular reflection on work, teaching, behavior and communication with co teachers and students. Data collection and data analysis influenced how I progressed as a teacher and as an individual of team teaching. The main characteristics of the process was analyzed into four themes: communication, team teaching and collaboration, teaching and organization and professional development.
    The main results of the study showed that professional communication and trust among team members supported the formation of a strong team that managed to deal with both positive and negative aspects of teaching. Thus, our team teaching became effective and purposeful. We, the team members, supported each other's strengths and specialism, thus meeting the needs of students through a variety of teaching approaches. Through these practices, professional team teaching was an effective way to better support the practice of an inclusive schools. Team teaching is successful if teachers and special educators are aware of the factors that need to be present in a successful team. It is necessary to give yourself time for preparation, conversations, organized professional work and brainstorming, as well as getting to know each other well so that you can build trust, which is the basis of a good team. With these aspects in mind and with a good support network of team members and managers, team teaching contributes to improved teaching, professional development and the professionalism of teachers.

Samþykkt: 
  • 29.10.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rotarflaekja.Birgitta-Mjoll-Eythordottir.pdf2.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.Birgitta-Mjöll-Eythorsdottir.png1.08 MBLokaðurYfirlýsingPNG