is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36742

Titill: 
  • Réttindasmiðja : réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla
  • Titill er á ensku Human rights education : curriculum for middle school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefni þetta snýr að þróun og hönnun námsefnis um réttindi barna fyrir miðstig grunnskóla. Námsefnið sem fengið hefur heitið Réttindasmiðja setur fram skilvirkar og markvissar leiðir til þess að fjalla um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þrátt fyrir aðkennarar hafi aðgang að margvíslegu efni sem tengist réttindafræðslu á hinum ýmsu gagnaveitum þá hefur verið skortur á hagnýtum leiðbeiningum um hvernig hægt er að byggja upp og setja fram heildstæða, markvissa og skilvirka kennslu um mannréttindi og réttindi barna. Markmið verkefnisins er því að taka saman og útbúa hagnýtt og aðgengilegt efni sem nota má í réttindafræðslu barna. Með hönnun efnisins er sérstaklega hugað að því að svara markmiðum aðalnámskrár (2011, 2013) en Réttindasmiðjan býður upp á kjörnar aðstæður til þess að takast á við verkefni sem snúa með beinum hætti að grunnþáttunum sex um lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, læsi, heilbrigði og velferð, og sköpun. Útbúnar voru kennsluáætlanir fyrir 15 kennslustundir sem hver og ein er um 80 mínútur að lengd. Námsefnið inniheldur ítarlega fræðslu sem meðal annars snýr að hugtökunum mannréttindi, jafnrétti, fordómar, sjálfbærni og að setja sig í spor annarra. Þá eru í námsefninu sýnidæmi um verkleg þjálfunarverkefni þar sem nemendur fá tækifæri til að öðlast dýpri skilning og að tengja hugtökin við eigið líf þannig að þau hafi persónulega merkingu fyrir þá.
    Í greinargerð með efninu er skoðað hvers vegna mikilvægt er að huga sérstaklega að réttindafræðslu í skólum en fyrir því eru bæði lagaleg rök auk þess sem í aðalnámskrá er að finna markmið þar að lútandi. Rannsóknir hér á landi og erlendis hafa gefið til kynna að mikilvægt sé að tryggja markvissa réttindafræðslu barna og að það hafi mikla þýðingu fyrir velferð þeirra og borgaravitund. Með Réttindasmiðju er lagt lóð á þessa vogarskál.

  • Útdráttur er á ensku

    This Masters project is about the development and design of a curriculum for children's rights education for middle school. The curriculum demonstrates an efficient and targeted ways of carrying out children's rights education based on the Convention on the Rights of the Child and the Sustainable Development Goals of the United Nations. Even though teachers have access to a variety of educational material that can be used in human right’s education, from various sources, it can be said that there is a need to present practical guidelines on how to build and establish a holistic, meaningful and effective human rights education. The objective of the project was therefore to compile and prepare practical and accessible materials that can be used in children's rights education. The design of the curriculum is particularly meant to meet the need of the national curriculum (2011, 2013). The curriculum that is presented here offers an ideal opportunity to confront topics that are directly addressed by the six basic elements of the national curriculum; democracy and human rights, equality, sustainability, literacy, health and well-being, and creativity. The curriculum offers fifteen syllabuses for classes of which each one is about 80 minutes in length. The curriculum contains thorough explanations of concepts like human rights, equality, prejudice, sustainability, and putting oneself in someone else's place. It also presents projects where students get the opportunity to gain a deeper understanding and to link the rights with their own lives so that their rights have a personal meaning for them.
    In the report it is examined why it is important to administer human rights education specifically in schools for which exist both legal arguments as well as the national curriculum stating such a requirement. Both Icelandic and foreign research indicate that it is important to ensure effective and meaningful human rights education for children and that it has great significance for their well-being and civic awareness. The curriculum here presented facilitates that to become a reality.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Hanna Borg Jónsdóttir Réttindasmiðja, réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla.pdf2.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing skemma.pdf48.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Greinargerð og námsefni