is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39541

Titill: 
  • Hvað einkennir góðan yngri barna kennara? : starfendarannsókn nýliða í kennslu
  • Titill er á ensku What characterises a good teacher of younger children? : an action research by a novice teacher
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hvað einkennir góðan yngri barna kennara? Í þessari ritgerð leitast ég við að svara þeirri spurningu. Ég skoða jafnframt sjálfa mig sem verðandi yngri barna kennara í upphafi æfingakennslunnar, hvernig ég var við lok hennar og hvernig kennari vil ég vera. Hver eru gildi mín og hvernig samrýmast þau áherslum mínum í kennslu?
    Í fræðilega kaflanum fjalla ég um hvað einkennir góðan kennara. Tæpt er á hinum fjölmörgu hlutverkum umsjónarkennarans og að miklu skipti að hann sé vel undirbúinn. Helstu áskoranir mínar í starfi sem er bekkjarstjórnun og skipulagning kennslunnar, eru reifaðar. Einnig er vikið að gildi þess að kennarar og nemendur eigi í góðum samskiptum og loks hvaða stuðningi kennaranemar leita helst eftir.
    Markmiðið með rannsókninni er tvíþætt: A) Að skoða sjálfa mig í hlutverki grunnskólakennara yngri barna og dýpka skilning minn á sjálfri mér í kennarahlutverkinu, og hvaða hugmyndir ég hef um mig sem verðandi kennara og hvernig kennari ég vil vera. B) Að kanna hvað yngri börnum finnst prýða góðan kennara. Ritgerðin byggist á starfendarannsókn sem ég gerði í vettvangsnámi mínu og hófst í skólabyrjun 2020 og lauk í apríllok 2021. Að auki tók ég viðtöl við umsjónarnemendur leiðsagnarkennara míns. Gagnasöfnun var með margvíslegum hætti. Ég skrifaði rannsóknardagbók, fylgdist með á vettvangi, ræddi við leiðsagnarkennara og tók viðtöl við nemendur.
    Niðurstöður sýna að yngri nemendum finnast góðir kennarar vera blíðir, skemmtilegir, hjálpsamir og hæfilega strangir. Það er í samræmi við niðurstöður rannsókna sem skoðaðar voru við gerð þessarar ritgerðar. Þá leiða niðurstöður starfendarannsóknarinnar í ljós að til að ég geti orðið sá kennari sem ég vil vera þurfi ég að vera í góðum tengslum við nemendur, undirbúa mig vel fyrir kennsluna og ígrunda eigið starf með því að ástunda innihaldsríkar samræður um kennarastarfið við samkennara og stjórnendur.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis, I attempt to answer the question what characterises a good teacher of younger children. I also examine myself as a future teacher of younger children in the making at the outset of my practice teaching, the way I felt when it was accomplished and what kind of a teacher I would like to be and how they tie in with my emphases in teaching!
    The literature review focuses on some research on what characterises a good teacher. The many roles assigned to the class teacher are briefly considered as well as the importance of being well prepared. My main challenges in the teacher’s role, which I take to be classroom management and lesson planning, are accounted for. Finally, I discuss the value of good teacher-pupil relationships and what kind of support student teachers preferably look for.
    The aim of the research is twofold: A) To examine myself in the role of a primary school teacher and deepen my understanding of myself in the teacher’s role. Additionally, I consider the way I see myself as a teacher of younger children and what kind of a teacher I want to be. B) I attempt to inquire into what younger children think characterises a good teacher. The thesis is based on action research conducted during my practice teaching which started at the beginning of the schoolyear 2020 and was completed by the end of April 2021. In addition, I interviewed the students of my supervising teacher. Ways of data gathering were varied. I kept research diary, performed field observations, kept noted of regular meetings with my supervising teacher and interviewed students.
    The findings reveal that the younger pupils think that good teachers are gentle, entertaining, helpful and fashionably strict. This coheres with research findings discussed in the literature review chapter of the thesis. Further, findings from the action research demonstrate that in order for me to become the teacher I want to be I must develop good relationship with my pupils, be well prepared for class every day and reflect on my work performance through meaningful conversations with fellow teachers and school leaders.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna IngadóttirLokaskil240521.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing skemman.jpg4.02 MBLokaðurYfirlýsingJPG