is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31964

Titill: 
  • „... núna bara les ég þegar ég vil það og geri alltaf á hverjum degi bara.“ : reynsla nemenda með lestrarerfiðleika af sérkennslu í lestri
  • Titill er á ensku „... now I just read when I want to and I read every day.“ : the experience students with reading difficulties of special education in reading
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður eigindlegrar rannsóknar um reynslu nemenda með lestrarerfiðleika af sérkennslu í lestri. Viðtalsrannsóknin er hluti af stærri rannsókn og tengist doktorsverkefni Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur um námslega sjálfsmynd, trú á eigin getu og líðan nemenda með námserfiðleika. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er reynsla nemenda með námserfiðleika af sérkennslu í lestri?
    Markmiðið var að skoða hver reynsla nemenda með lestrarerfiðleika væri af sérkennslu í lestri, viðhorf þeirra til náms og líðan í skólanum. Þátttakendur í rannsókninni voru átta nemendur í 4. bekk í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu sem fengu sérkennslu í lestri vegna lestrarerfiðleika, sex stúlkur og tveir drengir. Í öðrum skólanum voru þátttakendur búnir að fá sérkennslu í sjö mánuði en í hinum í níu vikur. Í báðum skólunum var notast við kennsluaðferðirnar bein kennsla Engelmanns og fimiþjálfun við sérkennslu í lestri. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu maí og júní 2016. Við gagnaöflun voru tekin hálfstöðluð viðtöl við nemendurna til að heyra lýsingu þeirra og reynslu af eigin námi. Nemendurnir voru meðal annars spurðir um reynslu sína af sérkennslunni og hvort einhverjar breytingar hefðu átt sér stað varðandi eigin lestur. Viðtölin voru þemagreind og unnið úr þeim eftir þeim þemum sem komu fram í frásögnum þátttakenda.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að reynsla nemenda af sérkennslu var almennt góð. Í máli allra þátttakenda kom fram að sérkennarar veittu mikla aðstoð og nemendum fannst verkefnin í sérkennslunni skemmtileg. Helmingi nemenda fannst gaman þegar notast var við kórlestur, þar sem allir í bekknum lásu saman texta upphátt. Viðmælendur lýstu jákvæðum breytingum á lestri, þeir töldu sig lesa meira og betur en áður. Þátttakendur töldu að almenn líðan sín í skólanum væri góð og félagstengsl þar ágæt. Vonast er til að niðurstöðurnar geti nýst sem innlegg í umræðu um sérkennslu nemenda og gagnist þeim sem starfa með nemendum með lestrarerfiðleika.

  • Útdráttur er á ensku

    This qualitative research project was part of a larger research project, including the doctoral research of Guðrún Björg Ragnarsdóttir on academic self-concept, self-efficacy, and well-being of students with learning disabilities. The focus of this thesis was how students with learning disabilities view special education. The aim was to answer the
    following research question: What is the experience of students with learning disabilities of special education in reading?
    The goal of the research was to explore experiences of students with reading disabilities of special education in reading, their attitudes towards learning and their perceived well–being in school. Furthermore, the goal was to examine whether the students experienced any changes in their reading skills or habits. Participants were eight students in 4th grade (nine and ten years old) in two elementary schools in the capital
    area of Reykjavík. All participants received special education due to their reading disabilities, six girls and two boys. In one of the schools, participants had received special education for seven months and in the other school for nine weeks. In both schools Engelmann’s Direct Instruction and fluency training were used to teach reading in the special education classes. Data was collected in the period from May to June 2016. Semi–structured interviews were used to collect data. Participants were asked how they perceived special education and if they had noticed any changes in their reading skills or habits. The interviews were analyzed into themes from the narratives of the participants.
    The main results were that students´ experience of special education was generally good. All participants reported that special education teachers provided considerable help and that their assignments were enjoyable. Half of the students liked when choir reading was used, where everyone in the class read text out loud together. Positive changes in reading skills were noted, where the participants reported improvement in the amount and quality of their reading. Participants rated their general well–being as good and considered they had excellent social relationships in school. The results of this research contribute hopefully valuable knowledge to the special education field and can benefit those who work with students with learning disabilities.

Samþykkt: 
  • 5.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing Þórey Björk Hjaltadóttir.pdf32.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þórey Björk Hjaltadóttir lokaverkefni.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna