Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2890
Líkamleg hreyfing barna og unglinga eykur andlega og líkamlega vellíðan þeirra og getur virkað sem forvörn gegn ýmsum sjúkdómum síðar á lífstíðinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu mikið börn í 6. og 10. bekk hreyfa sig og hvort marktækur munur sé á milli kynja og bekkjardeilda.
Unnið var með gögn frá Lýðheilsustöð úr HBSC rannsókninni. Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn og úrtakið hentugleikaúrtak. Notast var við svör 3849 nemenda í 6. bekk og 3900 nemenda í 10. bekk og var kynjahlutfallið nokkuð jafnt. Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði og t-próf óháðra úrtaka.
Niðurstöður sýndu að einungis 20% barna náði markmiði Lýðheilsustöðvar um hreyfingu, drengir hreyfðu sig marktækt meira en stúlkur og verulega dró úr hreyfingu með auknum aldri.
Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingar séu vakandi fyrir þessari þróun og leggi aukna áherslu á mikilvægi hreyfingar og ávinning hennar til að sporna við hreyfingarleysi barna og unglinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
TinnaDrofn_fixed.pdf | 1.12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |