is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28901

Titill: 
 • Titill er á ensku Analysis of movement in pace and tölt in the Icelandic horse
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic horse is a gaited horse breed and in addition to walk, trot and gallop it has the ability to tölt and pace. These two gaits are from a biomechanical standpoint very similar and it is therefore not always easy to distinguish between them. The aim of this thesis was to objectively measure the major spatial and temporal variables that characterize the gaits tölt and pace. High quality horses were compared to low quality horses in tölt and pace and objective measurements of these gaits were compared to subjective assessments of judges. Simultaneous kinematic analysis and a subjective evaluation was carried out for pace and various speeds in tölt. Nineteen sound Icelandic horses in tölt and 49 horses in pace were evaluated and measured on a straight track. Each run was judged by two international certified judges and data was obtained with a high speed video camera (200 Hz) and inertial motion sensors. Footfall events were then determined and noted from the video footage. Attributes such as beat, stride length, stride frequency, speed, suspension and the ratio between stance phases of the frontlimbs and hindlimbs were analyzed and compared to subjectively scored data
  Horses in high quality tölt (score ≥ 9) had a much higher range of speed, compared to horses in low quality tölt (score ≤ 7.5), 2.7 m/s – 9.14 m/s and 3.31 m/s – 6.23 m/s, respectively and a greater ability to increase stride length. Beat was measured as the time interval between the contact of ipsilateral limbs (lateral advanced placement: LAP) whereas 25% is a perfect four beat. The horses in high quality tölt also had a clearer four beat and moreover, kept the clear four beat throughout the speed range (Mean LAP = 24.8% ± 2.3%). Whereas the low quality tölt had a more lateral movement and became pacier with increased speed (Mean LAP 16.8% ± 2.9%). High quality tölt also had shorter stance durations of the front limbs compared to hindlimbs than low quality horses, especially in slow speeds. The data from the additional subjectively estimated scores for beat, stride length in high speed and speed capacity show a fairly high correlation with measured variables in tölt, but scores for stride length in slow tölt did not.
  High quality pace (score ≥ 9) had a slightly higher average speed and stride length when compared with low quality pace (score ≤ 7.5). On the other hand there was no significant difference for LAP, LAL (lateral advanced lift off), stride frequency and suspension between the two groups. Suspension increased with speed and stride length, and had a negative correlation with LAP. On the other hand, LAP had not a significant correlation with increased speed. For LAP the mean value for the highest score for beat was 12.53% ± 2.41. There were only weak correlations between scores for beat and stride length and the measured variables. The correlation between scores for suspension and measured suspension was very low and non-significant in pace. Only scores for speed capacity had a high correlation with actual measured speed.
  The results suggest that definition of tölt is clear and the Icelandic horse can tölt with a clear four beat at various speeds and according to the evaluation the judges can in most cases correctly evaluate the beat, but the accuracy could be improved. The results regarding pace suggest that there are some inconsistencies between the description of the gait and the objectively and subjectively attained results for beat and suspension. It also seems that the subjective evaluation of the beat and suspension has its limitations.

 • Íslenski hesturinn er ganghestakyn og býr yfir tölti og skeiði ásamt grunngangtegundunum feti, brokki og stökki. Tölt og skeið eru mjög líkar gangtegundir og ekki alltaf auðvelt að greina á milli þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla þær breytur sem helst einkenna þessar tvær gangtegundir og bera saman úrvals hross og lakari hross á tölti og skeiði. Einnig var markmið að bera saman huglægt mat a nokkrum eiginleikum gangtegundanna og mældum breytum. Nítján hestar á tölti og 49 hestar á skeiði voru notaðir í rannsóknina. Hestarnir voru mældir á beinni braut. Hver ferð var mæld með háhraðamyndavél (200 Hz) og hreyfinemum, samtímis var hver ferð dæmd af tveimur kynbótadómurum samkvæmt reglum um kynbótadóma, auk þess sem þeir gáfu einkunnir fyrir ákveðna þætti gangtegundarinnar sérstaklega. Gögn um hraða, niðursetningu og upptöku fóta voru greind út frá vídeó upptökum í tölvu og eiginleikar eins og hraði, taktur, skreflengd, skreftíðni, svif og hlutfall stöðutíma fram- og afturfóta voru mældir og bornir saman við huglægt mat.
  Þegar hópar voru bornir saman kom í ljós að hágæða tölt (einkunn ≥ 9) hafði mun meira hraðabil (2.7-9.14 m/s) en lággæða tölt (einkunn ≤ 7.5) (3.31-6.23 m/s). Taktur var mældur sem sá tími sem líður á milli snertinga hliðstæðra fóta (LAP) þar sem 25% er fullkominn fjórtaktur. Hestar á hágæða tölti sýndu hreinni fjórtakt og héldu líka hreinum takti á öllu hraðabilinu (meðaltal LAP = 24.8% ± 2.3%). Hestar á lágæða tölti voru á skeiðbundnu tölti og urðu hliðstæðari með auknum hraða (meðaltal LAP 16.8% ± 2.9%). Hestar með hágæða tölt voru með styttri stöðutíma framfóta heldur en afturfóta, sérstaklega á hægu tölti. Við samanburð á huglægu mati og mældum breytum þá var marktæk fylgni á milli takts, skreflengdar á hröðu tölti og rýmis og mældra breyta á þessum eiginleikum. Ekki var hægt að greina marktæka fylgni á milli skreflengdar á hægu tölti og mældrar skreflengdar.
  Þegar hestar á hágæða skeiði (einkunn ≥ 9) voru bornir saman við hesta á lággæða skeiði (einkunn ≤ 7.5) kom í ljós að það var hærri meðalhraði og skreflengd á hestum á hágæða skeiði. Hinsvegar reyndist ekki marktækur munur á milli hágæða og lággæða skeiðs fyrir mælingar á LAP, LAL (tími milli upptöku hliðstæðra fóta), skreftíðni og svifi. Mælingar sýndu að svif jókst með auknum hraða og skreflengd en hafði neikvæða fylgni við LAP. Hinsvegar hafði LAP ekki marktæka fylgni við hraða. Meðalgildi fyrir LAP á hæstu einkunn fyrir takt var 12.53 % ± 2.41. Fylgni á milli einkunna fyrir svif og mæld svifs var mjög lá og reyndist ekki marktæk. Það reyndist vera veik marktæk fylgni á milli einkunna fyrir takt og skreflengd og mældra breyta fyrir þessa þætti. Einungis einkunnir fyrir hraða og mælds hraða hafði háa fylgni. Þessar niðurstöður benda til þess að skilgreining á tölti sé nokkuð skýr og að íslenski hesturinn geti tölt í hreinum fjórtakti á breiðu hraðabili. Huglæga matið var í góðu samræmi við mælingar og niðurstöður benda til að dómarar geti í flestum tilvikum metið takt á tölti nokkuð áreiðanlega, þó svo það mætti bæta nákvæmni. Niðurstöður fyrir skeið benda til þess að það sé misræmi milli skilgreiningu gangtegundarinnar og mældra og metinna breyta fyrir takt og svif. Einnig benda niðurstöður til þess að huglægt sjónmat á takti og svifi á skeiði sé takmarkað og bæta þurfi bæði skilgreiningu á þessum þáttum og nákvæmni við dóma.

Samþykkt: 
 • 6.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master-Gunnar Reynisson xx.pdf995.77 kBOpinnPDFSkoða/Opna