Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28902
Við lok 19. aldarinnar urðu miklir fólksflutningar frá Evrópu til Vesturheims vegna versnandi lífsviðurværis í Evrópu af völdum slæms veðurfars, hungursneyðar og iðnbyltingarinnar. Voru hópar af Íslendingum hluti af þeim etnísku hópum sem fluttust búferlum þangað á þessum tíma. Er áætlað að um það bil tuttugu þúsund manns hafi flutt búferlum frá Íslandi til Vesturheims í þessum fólksflutningum. Í ritgerðinni fjalla ég um mismunandi ástæður fólksflutninganna og þær aðstæður sem mættu fólkinu við komuna til Vesturheims. Skoða ég samfélagsgerðina og þau pólitísku umbrot sem áttu sér stað á Íslandi á síðari hluta 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Fjalla ég um þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi á þeim tíma og tengi við þær hugmyndir um sjálfstæði sem íslensku landnemarnir virðast hafa haft með sér til Vesturheims. Einnig skoða ég sjálfsmyndir íslensku landnemanna við brottförina frá Íslandi og hvernig hún tók breytingum smátt og smátt eftir því sem lengra leið á búsetu þeirra í Vesturheimi. Ber ég auk þess saman sjálfsmyndir íslensku landnemanna við sjálfsmyndir afkomenda þeirra í Vesturheimi í dag. Nota ég kenningar um þjóðernishyggju, etnerni, þverþjóðleika, sjálfsmyndir og tvíheima til þess að skoða hugmyndirnar um sjálfstætt ríki Íslendinga í Vesturheimi sem þeir nefndu Nýja-Ísland, en auk þess nota ég kenningarnar til að skoða sjálfsmyndirnar og bera þær saman.
At the end of the 18th century and the beginning of the 19th century a great migration from Europe to the New World occurred, due to the causes of bad weather, famine and industrial revolution. Among those ethnic groups that migrated from Europe to North-America at that time were groups of Icelanders. It has been estimated that around twenty thousand Icelanders migrated to North-America during that period. In this paper, I write about how different reasons led to that mass migration from Europe to North-America, and into what kind of circumstances in North-America the people migrated. I examine the Icelandic society and the political turmoil that occurd in Iceland at the end of the 18th century and the beginning of the 19th century. I write about the change that occurd in the Icelandic society at the time and connect it to the ideas of independence the Icelandic settlers seem to have brought with them to North-America. As well I examine the Icelandic settler’s identity when leaving Iceland and how it gradually changed as time passed. I also compare the identity the Icelandic settlers brought with them with the identity their decendants in North-America have today. In the comparison, I use theories of nationalism, ethnicity, transnationalism, identity and diaspora to examine the ideas of independent state of Icelanders in North-America, or New-Iceland as they called it, but I also use the theories to examine the identities and compare them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing.pdf | 328,95 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA.ritgerd_lokaskjal.pdf | 1,06 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |