is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28903

Titill: 
  • Í fylgd hins dökkva hrafns. Hrafnar í norrænni goðafræði og trú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fyrirliggjandi ritgerð er ætluð til þess að grannskoða hlutverk hrafna í norrænni goðafræði og þá sérstaklega kanna sambandið á milli þeirra og Óðins. Reynt er að leita svara við spurningu um hvort hrafnar séu óaðskiljanlega tengdir Óðni eða ef þeir komi fram sem sjálfstætt goðmagn.
    Tekist er á við rannsóknina úr tveimur áttum: Annars vegar eru greindar norrænar fornbókmenntir og fornleifar norrænu og germönsku járn- og víkingaaldarinnar hins vegar. Fyrst er fjallað um goðafræðilega hlið hrafna sem birtist í eddukvæðum, ritum Snorra Sturlusonar, dróttkvæðum og í þjóðsögulegri frásögn í Morkinskinnu. Svo er litið á samband hrafna við trúariðkun og hlutverk þeirra sem tákn í konungasögum, Landnámabók og Íslendingasögum. Loks er sjónum beint að fornleifafundum sem sýna, eða eru taldir sýna, hrafna, s.s. á veggteppum, steinristum, styttum, brjóstnálum, myntum og öðrum afurðum myntsláttu.
    Í niðurstöðum er bent á helstu kenningar fræðimanna um eðli hrafna í norrænni goðafræði og lögð áhersla á fjölbreytni, mótsagnir og brotakennda arfsögn frumheimilda. Niðurstaðan er sú að hlutverk hrafna virðist vera fjölbreyttara en í kenningum flestra fræðimanna hingað til og að hrafnar eru ekki bara tengdir Óðni heldur einnig valkyrjum og e.t.v. öðru goðmagni. Þar að auki geta hrafnar einnig sinnt yfirnáttúrulega hlutverki sínu óháð öðru goðmagni.

Samþykkt: 
  • 6.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_NicolaiGabrielLanz_2017.pdf1,91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf150,2 kBLokaðurYfirlýsingPDF