Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28905
Í þessari ritgerð er fjallað um árásir víkinga og Normanna á Íberíuskaga á milli 9. og 11. aldar. Um efnið er aðallega fjallað frá sjónarhorni íbúa á Íberíuskaga og hvers konar áhrif heimsókn þessara ókunnu manna hafði á kristið fólk og múslima, sem á þessum tímum áttu heima þar.
Í fyrsta lagi verður stuttlega rakið hvað fram kemur í annálum, árbókum, pistlum og öðrum bréfum sem vitna um innrásir víkinganna og Normanna á skaganum. Næst er fjallað um menningarlega, samfélagslega og stjórnmálalega stöðu Íberíuskagans þegar þessar árásir áttu sér stað. Síðan verður fjallað um árásirnar sjálfar og forvígismenn þeirra. Að lokum verður greint frá atburðum á Íberíuskaganum og borið saman við aðrar árásir víkinga í Evrópu.
Aðaltilgangur ritgerðarinnar er að sýna áhrif norrænna manna á sögu Spánverja og varpa ljósi á viðhorf íbúa Íberíuskaga til þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kápa Ritgerð.pdf | 242.3 kB | Lokaður til...01.09.2050 | Forsíða | ||
Ritgerðin 6 september.pdf | 444.3 kB | Lokaður til...01.09.2050 | Heildartexti | ||
Skemman_yfirlysing_17.doc | 32.5 kB | Lokaður | Yfirlýsing | Microsoft Word |