is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28918

Titill: 
  • Baráttan um að tilheyra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um reynslu einhverfra barna á aldrinum 12-17 ára af þátttöku sinni heima við, í skólaumhverfi og frítíma. Rannsóknin er eigindleg og gagna var aflað með opnum viðtölum við 10 börn á höfuðborgarsvæðinu og gögn voru greind samkvæmt vinnulagi grundaðrar kenningar. Rannsóknin er hluti af rannsóknarverkefninu Lífsgæði, þátttaka og umhverfi barna sem búsett eru á Íslandi sem unnin er í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Niðurstöður sýndu að fjölskyldan og heimilið skipta einhverf börn miklu. Þau líta á heimilið sem sinn griðarstað, hafa þörf fyrir næði og hvíld heima við og sögðust jafnframt taka virkan þátt í athöfnum sem sneru að heimilishaldi. Reynsla barnanna af námslegri aðstoð í skóla var góð. Skólaumhverfið studdi hins vegar ekki vel við félagslega þátttöku þeirra og samskipti við skólafélaga. Öll börnin tóku virkan þátt í tómstundaiðju utan skóla og reynsla þeirra var yfirleitt ánægjuleg. Annar frítími var notaður til samveru með fjölskyldunni. Rannsóknin varpar ljósi á reynslu barnanna og endurspeglar mikilvægi þess að leita eftir sjónarhorni fatlaðra barna í rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 8.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baráttan um að tilheyra HTH.pdf4.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
File0272HÞ.pdf1.34 MBLokaðurYfirlýsingPDF