is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28926

Titill: 
  • Trilla á vefmiðum: Uppfærsla á www.siton.is, vefsíðu lítils hagsmunafélags í skapandi greinum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er lokaverkefni í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún greinir frá undirbúningi að bættu vefsetri fyrir hagsmunafélag í skapandi greinum að nafni Samband íslenskra tónbókaútgefenda (SÍTÓN).
    Verkefnið tekur fyrir þarfagreiningu og kröfulýsingu verksins ásamt viðeigandi undirþáttum. Farið er yfir helstu atriði vefmiðlunarfræðanna og leitast við að vísa í þau þegar við á í verkefninu.
    Lagt var upp með þá tilgátu að vefkynning og vefsala á afurðum fjárlítilla aðila í skapandi greinum sé mun happadrýgri með vefsíðu hagsmunafélags þeirra en með vefsíðu hvers meðlims fyrir sig. Samtímis var athugað hvort lokað samskiptasvæði félagsmanna á vefsíðu félagsins væri mögulegt og æskilegt. Niðurstaða verkefnisins sýnir að vörukynning á vefsíðu félagsins er bæði gerleg og álitleg. Og sú var einnig niðurstaðan varðandi lokað samskiptasvæði félagsmanna á vefsíðunni. Hins vegar sýnir niðurstaðan að þótt netverslun með vörurnar sé gerleg þá er hún ekki æskileg fyrir hagsmunafélag og jafnvel hættuleg fyrir svo lítið félag sem hér um ræðir.
    Markmið verkefnisins er að það geti nýst að hluta eða í heild sem leiðarlýsing eða gátlisti fyrir aðra litla hagsmunaaðila í skapandi greinum.
    Heiti verkefnisins, Trilla á vefmiðum, er tvíhliða myndlíking. Það skírskotar annars vegar til einyrkjans sem rær á nærmið vefsins á trillu sinni. Um leið gefur heitið í skyn að þessi tiltekni einyrki sé fiskimaður tónlistarinnar (tónatrilla). Hvoru tveggja á við um vefsíðu hagsmunafélagsins SÍTÓN og ekki síður um þær vefsíður sem félagsmennirnir gera út hver um sig.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 11.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Trilla á vefmiðum.pdf4,12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_GG.pdf24,16 kBLokaðurYfirlýsingPDF