Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28927
Miklar breytingar hafa orðið á lögum um kynferðisbrot á Íslandi. Við lagabreytingu árið 2007 var því haldið fram að lögð væri áhersla á að „vernda kynfrelsi fólks og sjálfsákvörðunarrétt þess í kynlífi“. Þrátt fyrir þá breytingu virðist skortur á samþykki eða samþykki sem fengið er með vafasömum hætti ekki nægja eitt og sér til þess að kynmökin séu skilgreind sem nauðgun. Í þessari ritgerð er leitast við að skoða sjálfsákvörðunarrétt og kynfrelsi þegar þrýstingi í formi tælingar eða blekkingar er beitt til þessa að koma fram kynmökum án þess að það sé talið varða við lög. Skoðuð verður kenning Lois Pineau um upplýst kynferðisleg samskipti (communicative sexuality), hvernig hún myndi auka réttarvernd einstaklinga í kynferðislegum samskipum og hvort aukin réttarvernd sé raunhæf. Þá verður einnig skoðað hvort að kynferðisleg samskipti þurfi að vera undanskilin þeim kröfum sem við gerum í samskiptum á öðrum sviðum og hvort að „eiginlega nauðgun“ sé eitthvað annað en nauðgun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing.pdf | 284,56 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Edda Thorarensen BA ritgerð.pdf | 519,5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |