Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28929
Barnafátækt er viðfangsefni þessarar ritgerðar og tilgangurinn er að varpa ljósi á barnafátækt á Íslandi og mögulegar úrbætur. Leitast er við að komast að umfangi barnafátæktar á Íslandi og hvaða stefnumótun og aðgerðir eru til staðar hérlendis vegna barnafátæktar. Mikilvægur áfangi í réttindabaráttu barna er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna en hann varð að lögum hér á landi árið 2013 og veitir börnum full alþjóðleg réttindi sem sjálfstæðir einstaklingar. Sáttmálinn á að tryggja börnum umönnun og sérstaka vernd. Árið 2014 upplifðu 6.107 börn eða 9,1% skort og 1.586 börn eða 2,4% upplifðu verulegan skort á Íslandi samanborið 0,9% árið 2009. Fjöldi barna, sem búa við verulegan skort, hefur þrefaldast á aðeins fimm árum og eins kemur fram, að börnin skorti fleiri atriði en áður og því dýptin orðin meiri. Árið 2015 bjuggu fleiri börn á heimilum, sem eru undir lágtekjumörkum, eða 11,3% en almennt á það við um 9,6% íbúa þessa lands. Aðgerðir, sem hafa borið árangur, eru til dæmis nánast gjaldfríar tannlækningar og í ár (2017) greiðir yfir helmingur sveitarfélaga námsgögn grunnskólanemenda sinna. Einnig eru verkefni eins og barnvæn sveitarfélög og verkefnið Tinna fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð sem eru í framkvæmd. Mörg verkefni eru í bígerð eins og fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 ásamt því að velferðavaktin vinnur að ýmsum verkefnum sem snúa að barnafátækt. Heildræn aðgerðaáætlun fyrir barnafátækt skortir þó ennþá.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerd2612774929gudbjorgthordardottir2.pdf | 1.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysingGudbjorgThordardottir2612774929.pdf | 1.14 MB | Lokaður | Yfirlýsing |