is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28932

Titill: 
  • Starfsánægja meðal grunnskólakennara í Skagafirði: Hvaða þættir vega þyngst?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða starfsánægjuþætti kennarar í grunnskólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru ánægðastir og óánægðastir með. Skoðað var hvort munur væri á milli þeirra þriggja skóla sem reknir eru í sveitarfélaginu, hvort munur væri á konum og körlum og hvort tengsl væru á milli starfsaldurs og starfsánægju kennara. Spurningalisti var sendur rafrænt á alla 71 kennarana sem starfa við grunnskólana þrjá. Alls svöruðu 52 kennarar, eða 73,2%. Vegna smæðar úrtaks reyndust niðurstöður tölfræðiprófa ekki marktækar og var lýsandi tölfræði notuð til að birta niðurstöður. Vísbendingar voru um að áhrifaþættirnir yfirmenn, samstarfsfélagar og eðli starfs kæmu betur út en aðrir þættir. Þetta gefur til kynna að starfsánægja grunnskólakennara í Sveitarfélaginu Skagafirði sé mikil. Niðurstöður gáfu einnig vísbendingu um að kennarar væru óánægðastir með launin. Lítill munur reyndist vera á meðaltölum skólana þriggja og ekkert bendir til þess að stærð vinnustaðanna hafi áhrif á starfsánægju. Í ljós kom að meðaltal karla var hærra á öllum starfsánægjuþáttum nema vinnutengd fríðindi og meðaltal þáttarins hrós og virðing var það sama hjá báðum kynjum. Þegar svör voru skoðuð eftir starfsaldri þátttakenda kom í ljós að starfsánægja jókst þegar starfsaldur hækkaði fram að 15 ára starfsreynslu. Eftir það minnkaði starfsánægja örlítið aftur og var minnst hjá þeim sem voru með 21 árs starfsreynslu eða lengri. Kennarar í grunnskólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar voru langflestir sáttir við val á starfsferli og myndu ekki breyta um starfsvettvang þó þeir hefðu kost á því að velja aftur.

Samþykkt: 
  • 11.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS BryndisLiljaHallsdottir.pdf881.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf50.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF