is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28936

Titill: 
  • Steinsteyptir strigar. Veggmyndir Errós og Söru Riel í almannarými Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka valdar veggmyndir listamannanna Söru Riel og Guðmunds Guðmundssonar, eða Erró, sem staðsettar eru innan almannarýmis Reykjavíkur. Reynt verður að draga upp mynd af bæði fagurfræðilegum þáttum þeirra sem og efnislegum svo hægt sé að greina framlög þessara tveggja listamanna til vegglistarformsins og staðsetja verk þeirra innan almannarýmis borgarinnar.
    Til þess að þessi greining verði sem best verði á kosið verður fyrst farið stuttlega yfir sögu vegglistaverka frá árdögum fram til nútímans svo hægt sé að gera grein fyrir því hvernig veggmyndir hafa verið skilgreindar í gegnum tíðina, en einnig til að hægt sé að átta sig á hugsanlegum áhrifum úr listasögunni sem gætu hafa verkað á listsköpun Errós og Söru. Kenningar listfræðinga líkt og Miwon Kwon og Æsu Sigurjónsdóttur um list innan almannarýmisins verða teknar fyrir til að reyna að varpa ljósi á náttúru listar innan almannarýma. Hugmyndir fræðimannanna Michel de Certeau og Henri Lefebvre um vald og áhrif borgara innan almannarýmisins verða skoðaðar og settar í samhengi við viðhorf, meðal annars graffítílistamannsinns Banksy, til götulistar sem er eitt af afbrigðum vegglistarinnar. Stiklað verður stuttlega á sögu veggmynda innan Reykjavíkur frá listvæðingu borgarinnar í kringum upphaf 20. aldar fram til dagsins í dag. Veggmyndir Errós: Silfurþeysir/Silver Surfer (2000), Réttlætisgyðjan (2014) og Frumskógardrottningin (2015) og veggmyndir Söru: Fönix (2012), Mushroom/Sveppur (2012) og Fjöður/Feather (2014) verða síðan tekin til lauslegrar greiningar.
    Að lokum verða verk listamannanna borin saman með aðferðir, stílbrögð, efnivið og viðföng í huga. Einnig verður reynt að svara þeirri tilgátu hvort að myndir Söru eigi sterkara tilkall til þess að geta talist vera sannar veggmyndir fremur en verk Errós í ljósi undanfarinna þátta.

Samþykkt: 
  • 11.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinsteyptir Strigar, Hrafnhildur Baldursdóttir.pdf2.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing, Hrafnhildur Baldursdóttir.pdf463.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF