is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28940

Titill: 
 • Hvað er intersex? Samfélagsleg staða og barátta. Drög að kennsluefni fyrir framhaldsskóla.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að kortleggja intersex og skoða hvað felist í þeirri skilgreiningu, auk þess að skoða hver staða intersex einstaklinga sé í samfélaginu. Þá var einnig markmið að semja kennsluefni um intersex fyrir framhaldsskóla. Ritgerðin byggir á heimildaöflun og óformlegum viðtölum við formann félagsins Intersex Ísland. Einnig var óformlegt viðtal um kennsluefnið tekið við framhaldsskólakennara sem hefur reynslu af því að kenna kynjafræði í framhaldsskólum.
  Intersex er náttúrulegur margbreytileiki þar sem einstaklingar fæðast með líkamleg tilbrigði sem passa ekki við læknisfræðileg né samfélagsleg viðmið um kven- og karllíkama.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að staða intersex í samfélögum er veik og iðulega er brotið á mannréttindum þeirra. Óþarfa aðgerðir og meðferðaúrræði eru framkvæmd á intersex einstaklingum án þeirra upplýsta samþykki. Megintilgangur aðgerðanna er einungis að laga líkama intersex einstaklinga að tvíhyggjuhugmyndum samfélaga, sem segir að kynin séu aðeins tvö: karl og kona. Þörf er á að bæta stöðu intersex einstaklinga og auka rými þeirra innan samfélaga.
  Markmið kennsluefnisins er að auka samfélagsvitund um intersex með það að leiðarljósi að bæta stöðu þeirra og færð rök fyrir því að best fari á því að flétta efninu saman við jafnréttis- og kynjafræði kennslu, því markmiðin með þeirri fræðslu eru þau sömu.

Samþykkt: 
 • 11.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf2.21 MBLokaðurYfirlýsingPDF