Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28941
Valdmörk embættis forseta Íslands hafa reynst mikið hitaefni síðustu ár og þá sérstaklega eftir að Ólafur Ragnar beitti málskotsréttinum, fyrstur íslenskra forseta. Ágreiningur hefur myndast um það hver völd forseta séu og hvar þau liggja. Sumir hafa jafnvel sagt að völd forseta séu svo mikil að ekki sé raunverulega hægt að tala um íslenska stjórnskipun sem þingræði heldur forsetaþingræði. Vandinn liggur þó í því að fræðimenn eru ekki allir sammála um hvernig skilgreina beri forsetaþingræði. Þessi ritgerð miðar að því að svara því hvort hægt sé að skilgreina íslenska stjórnskipun sem forsetaþingræði út frá völdum forseta. Forsetaþingræði er því útskýrt og lagt er upp með skilgreiningu á því sem metin er út frá umfjöllun fræðimanna. Kvarði Matthew Shugart er þá nýttur til að máta íslenska stjórnskipun við skilgreiningu á forsetaþingræði. Stjórnarskrárgreinar þær er snúa að forsetaembættinu og völdum þess eru teknar fyrir og þær nýttar til að meta völd forseta. Farið er yfir mismunandi afstöður íslenskra fræðimanna til forsetaembættisins og þá eru ummæli Guðna Th. forseta Íslands einnig skoðuð. Niðurstaðan er sú að hér sé þingræði út frá þeirri skilgreiningu á forsetaþingræði sem lagt er upp með þar sem völd forseta eru að mestu leyti formleg og hvíla á rétti hans til aðgerðaleysis.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Hvar liggur valdið.pdf | 847.46 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysing.pdf | 267.97 kB | Locked | Yfirlýsing |