is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28945

Titill: 
  • Efling leikni grunnskólanemenda í að stjórna eigin starfsferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að fá innsýn í hvernig náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum vinna með skilgreinda færniþætti sem miða að því að nemendur öðlist leikni í að stjórna eigin starfsferli og hvaða námsefni og leiðir eru notuð í þeirri vinnu. Rannsakaðir voru valdir færniþættir úr áströlsku líkani um starfsferilsþróun þar sem meginþættir náms- og starfsfræðslu eru settir fram í formi lærdómsviðmiða. Sambærilegir færniþættir hafa ekki verið sett fram hér á landi en slík framsetning stuðlar að markvissri náms- og starfsráðgjöf.
    Rannsóknin byggir á eigindlegum viðtölum við sex náms- og starfsráðgjafa og er afmörkuð við náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum. Niðurstöður sýndu að allir þátttakendur telja að í starfi sínu nái þeir ekki að sinna náms- og starfsfræðslu þannig að nemendur uppfylli þá færniþætti sem settir eru fram í ástralska líkaninu og að slíkir færniþættir myndu styðja við náms- og starfsfræðslu í grunnskólum. Allir telja þeir þörf á auknum tíma til að geta sinnt náms- og starfsfræðslu á markvissari hátt. Fram kom að mestur tími náms- og starfsráðgjafa fer í persónulega ráðgjöf en minnstur í náms- og starfsfræðslu. Niðurstöður rannsóknarinnar geta gagnast fræðsluyfirvöldum, skólastjórnendum og náms- og starfsráðgjöfum þar sem uppbygging leikni í að stjórna eigin starfsferli á grunnskólastigi er áhrifarík breyta og grunnur fyrir námsframvindu, ákvarðanatöku um áframhaldandi nám og þróun starfsferils síðar meir.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this research is to develop an understanding of how career counselors in Icelandic elementary schools work with defined competences which support the students’ career management skills and what material and methods are being used. Selected competence standards, adopted from an Australian blueprint of career development were researched, where the basic elements of career education are put forth in the form of learning outcomes. Such competence standards have not yet been defined in Iceland, but that would support more effective career counseling.
    The research is based on qualitative interviews with six career counselors working at the elementary level. Key findings are that all the interviewers expressed that in their job they are not able to provide sufficient career education for their students to achieve the competence standards from the Australian blueprint and that such standards would support career education in elementary schools. The counselors all said that more time was needed to work progressively with career counseling; the bulk of their time is now used to carry out personal counseling. These findings can be useful for educational authorities, school leaders and career counselors since the development of career management skills in elementary education is an effective variable and the foundation for educational progress, decisions about further education and future career development.

Samþykkt: 
  • 11.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Rós Sigvaldadóttir.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni (1).pdf645.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF