is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28948

Titill: 
 • Þjónandi forysta og starfsánægja í framhaldsskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fáar rannsóknir eru til hér á landi sem lúta að starfsánægju og vægi þjónandi forystu meðal starfsmanna í framhaldsskólum. Þar sem að vísbendingar um gagnsemi þjónandi forystu í skipulagsheildum og tengsl hennar við starfsánægju hafa komið fram í rannsóknum bæði á Íslandi og erlendis, er mikilvægt að kanna þessa þætti innan skólanna til að auka við þekkingu á sviðinu. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er hugmyndafræði Robert Greenleaf um þjónandi forystu.
  Til að mæla vægi þjónandi forystu og starfsánægju meðal starfsmanna í framhaldsskólum og hvort munur væri á þessum þáttum eftir stöðu innan skipulagsheildarinnar var framkvæmd megindleg rannsókn meðal sjö framhaldsskóla (N=219). Spurningalistinn Organizational Leadership Assessment (OLA), sem mælir vægi þjónandi forystu, var lagður fyrir þátttakendur auk starfsánægjuspurninga. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að einkenni þjónandi forystu má finna meðal starfsmanna í framhaldsskólunum, þar sem skólastjórnendur mátu vægi hennar hæst allra starfsmanna en kennarar lægst. Starfsmenn framhaldsskólanna virðast almennt vera ánægðir í vinnunni eða 85,1 %. Sterk jákvæð fylgni mældist milli starfsánægju og heildarvægi þjónandi forystu sem og allra undirþátta hennar. Rannsóknin staðfesti því niðurstöður eldri rannsókna, að eftir því sem starfsánægja er meiri má búast við því að vægi þjónandi forystu sé nokkuð hátt. Þannig má gera ráð fyrir því að það yrði skipulagsheildum, bæði framhaldsskólum og öðrum, til hagsbóta að styrkja við þætti þjónandi forystu til að auka starfsánægju.

 • Útdráttur er á ensku

  Previous studies on the area of job satisfaction and servant leadership among employees in Icelandic upper secondary schools are rather limited. Seeing that earlier research indicates the value of servant leadership for job satisfaction in organizations, it is important to study these aspects within schools to increase knowledge in the field. The theoretical background of this study is based on Robert Greenleaf’s theory of servant leadership.
  The purpose of this study is to measure servant leadership and job satisfaction among employees in upper secondary schools, and explore the different perceptions of servant leadership among employees in various positions in the schools. Therefore, a quantitative research method was conducted among seven schools (N = 219). The Organizational Leadership Assessment (OLA) instrument was used to measure the degree of servant leadership and job satisfaction questions were used to measure job satisfaction.
  The results of the study indicate that the characteristics of servant leadership can be found among employees in upper secondary schools, where school administrators regard servant leadership the highest of all employees and teachers the lowest. Employees of upper secondary schools generally seem to be happy at work or 85.1%. Furthermore, strong positive correlation was measured between job satisfaction and the degree of servant leadership as well as all its sub-sections. The study confirms the results of earlier studies, when job satisfaction is high the degree of servant leadership is likely to be high as well. Thus, it can be concluded that servant leadership is important for improving employee’s job satisfaction level. For this reason, principals and supervisors should do their best to strengthen the degree of servant leadership to increase job satisfaction within upper secondary schools and in other organizations.

Samþykkt: 
 • 11.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra Borg Gunnarsdóttir.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Sandra_Borg.pdf1.89 MBLokaðurYfirlýsingPDF