Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28951
Lokaritgerð þessi er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni, Vistfræðileg sýn á Mannöld: Frá tilfinninganæmi rómantísku stefnunnar til heildrænnar heimssýnar í list Ólafs Elíassonar, er litið á hugmyndir mannsins um sjálfan sig og þess sem umkringir hann. Rómantíska stefnan var að miklu leyti andsvar við náttúruspjöllum og ójöfnuði sem fylgdi fyrri iðnbyltingunni og eiga margar samtímahugmyndir um tengsl manna og náttúrunnar rætur sínar í hugmyndafræði hennar. Þá verða hugmyndir heimspekingsins Timothy Morton og listamannsins Ólafs Elíassonar bornar saman en þeir eru sammála um að vistfræðileg heimssýn sé skref í áttina að því að vinna að umhverfisvænni framtíð þar sem kjarninn er meðvitund fólks um það að aðgerðir hafa afleiðingar. Ólafur tekst á við flókin fyrirbæri svo sem loftslagsmál, sjálfsímyndarsköpun og félagslegan ójöfnuð í verkum sínum og reynir að leiða áhorfandann í gegnum hugarfarsbreytingu gagnvart sjálfum sér og umhverfinu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð_Adelina Antal.pdf | 4,41 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysing.pdf | 46,7 kB | Locked | Yfirlýsing |