is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28955

Titill: 
 • ,,Það mætti teljast elliglöpum líkt...” Ævi og störf Matthíasar Jochumssonar, sjálfsævisöguleg skrif og Sögukaflar af sjálfum mér
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lögð fram sem BA verkefni í íslensku á Hugvísindasviði. Í henni verður fjallað um líf og störf Matthíasar Jochumssonar þó sérstaklega verði litið til lokaverkefnis hans á löngum og farsælum ritferli bókarinnar Sögukaflar af sjálfum mér.
  Í upphafi er farið yfir lífshlaup Matthíasar eins og það birtist okkur í Söguköflum áður en litið verður til skáldaferils hans sem var einstaklega langur og fjölbreyttur en Matthías fékkst við að semja ljóð, sálma og leikrit ásamt því að fást við þýðingar á helstu skáldjöfrum þýskrar og enskrar tungu. Einnig verður litið til rómantísku stefnunnar sem var ráðandi stefna í bókmenntum á Íslandi nánast alla skáldatíð Matthíasar og hafði nokkur áhrif á hann sem skáld. Eins og áður kom fram var lokaverkefni Matthíasar á ritferlinum sjálfsævisagan Sögukaflar af sjálfum mér. Verður verkið því skoðað og rýnt ofan í kjölinn á völdum þáttum þess. En áður en að því kemur verður litið til þróunar og sögu sjálfsævisögulegra skrifa og þeirra viðfangsefna sem sjálfsævisagan leggur hvað mesta áherslu á en það eru þættir eins og minni og sjálf og samspil þeirra við tímann og frásögn.
  Sjálfsævisagan er vinsælt form um þessar mundir en bókmenntagreinin er langt frá því að vera ný á nálinni og má segja að Matthías eigi nokkurn þátt í mótun hennar hér á landi eins og við þekkjum hana í dag.
  Matthías Jochumsson er einn af þjóðskáldum Íslendinga sem hefur markað djúp spor í menningarsögu bæði sem skáld en einnig sem prestur og mannvinur. En þó honum væri margt til lista lagt var persónulegt líf hans ekki alltaf auðvelt og erfiðust reyndist honum glíma hans við sjálfan sig.

Samþykkt: 
 • 11.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð titilsíða.pdf27.85 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
BA- Lokaskil JPK.pdf271.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BA-Skemma yfirlýsing.pdf285.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF