Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28967
Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er forsetningarnar að og af í íslensku. Þessi tvö smáorð eru mjög algeng í íslensku máli og hlutverk þeirra margvíslegt, sérstaklega að. Í þessari ritgerð verða þau þó aðeins skoðuð sem forsetningar. Til að byrja með er almenn skilgreining á forsetningum skoðuð, hvert hlutverk þeirra er og ítarlega skoðað hlutverk að og af.
Aðeins verður skoðað hvað hefur verið skrifað áður um forsetningarnar. Það er í raun ekki mjög mikið, mest í málfarsþáttum og -pistlum í dagblöðum og er það mest í málvöndunarstíl. Að lokum verður fjallað um könnun sem var lögð fyrir 20 manns til að kanna þeirra tilfinningu fyrir notkun að og af. Niðurstöður þeirrar könnunar leiddi í ljós að notkun þeirra er töluvert á reiki, sérstaklega í vissum orðasamböndum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 310.52 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA-Ritgerð%20Kristrún%20Pétursdóttir.pdf | 162.6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |