Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28968
Ritgerð þessari er ætlað að skýra frá því hvernig starfsemi Ríkiskaupa flokkast sem stjórntæki hins opinbera út frá flokkunarkerfi Lester M. Salamons. Til þess að sýna fram á það verður notast við bókina The Tools of Government: A Guide to New Governance í ritstjórn Salamons, auk þess sem farið verður yfir starfsemi Ríkiskaupa og hvernig stofnunin hefur þróast í gegnum tíðina. Í umfjöllun um stofnunina er farið í gegnum breytingar á starfsemi hennar, sérstaklega með tilliti til breytinga á opinberum lögum í gegnum tíðina. Þegar farið er yfir kenningarlega hluta efnisins er flokkunarkerfi Salamons um stjórntæki hins opinbera til grundvallar. Þá eru nokkur stjórntæki skilgreind og sýnt fram á hvaða stjórntæki eiga við Ríkiskaup. Farið verður ítarlega yfir breytingar á lögum og nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 gerð sérstök skil. Niðurstaða ritgerðinnar er sú að Ríkiskaup sem stjórntæki er beint stjórnvald hins opinbera við innkaup, en einnig að stofnunin er stefnumótandi við innkaup. Einnig falla skilgreiningar á öðrum stjórntækjum undir starfsemi Ríkiskaupa, til dæmis við framkvæmd útboða, samningagerð og með framkvæmd laga.
This dissertation is intended to explain how the formal role of Ríkiskaup, a Central Public Procurement Office, are classified as a tool of government based on the classification system of Lester M. Salamon. To explain this, the author will use the book; The Tools of Government: A Guide to New Governance. The activities of Ríkiskaup will be reviewed and looked at how the organization has evolved over the years. The agency's review is subjected to changes in activities with respect to changes in laws on Public procurement. The theoretical part is reviewed, but Lester M. Salamon's classification system for public administration is examined. A few tools are also identified and reviewed what controls apply to Ríkiskaup. There is a thorough review of amendments to the Act and the new Public Procurement Act no. 120/2016 will be showcased. The conclusion of the thesis is that Ríkiskaup as a tool is a direct government by public authorities in procurement, but also that the agency is a policy of procurement. There are also definitions of other instruments under the activity, for example in the execution of auctions, negotiation and implementation of the law.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ríkiskaup-innkaupogsamneysla_IAG-LOK.pdf | 851,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing skemman IAG.pdf | 165,99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |