en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2896

Title: 
  • Title is in Icelandic Hverjir græða á þróunarsamvinnu? Kostnaðar- ábata greining á þróunarsamvinnuverkefnum á sviði jarðvarma
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á 30-40 árum hefur Ísland farið frá því að vera þróunarríki samkvæmt flokkun Þróunarsamvinnustofnunar SÞ í að vera efst á lífskjaralista sömu stofnunar árið 2007. Á sama tíma hefur orkukerfinu verið bylt, frá því að byggja á innfluttu jarðefnaeldsneyti yfir í að helmingi orkuþarfar er mætt með nýtingu jarðhita og fjórðungur til viðbótar kemur frá öðrum hreinum endurnýjanlegum orkugjöfum.
    Íslendingum ber siðferðisleg skylda til þess að deila þessari miklu reynslu og þekkingu af nýtingu jarðvarmaauðlindar með þjóðum sem eru í svipuðum sporum og Íslendingar voru.
    Í þessu verkefni er KÁG beitt til þess að meta þrjú samvinnuverkefni ÞSSÍ á sviði jarðvarma. Í KÁG eru öll áhrif sem verða af aðgerð í tilteknu samfélagi metin til fjár og hreinn núvirtur ábati reiknaður til að auðvelda ákvarðanatöku, einkum í opinbera geiranum. Hér er KÁG gerð miðað við samfélög þiggjenda og út frá sjónarhorni Íslendinga, þar sem ábataliðir eru velvild og velferð á alþjóðavettvangi, sköpun markaða og uppfylling siðferðisskyldu.
    Velferð í alþjólegu samhengi er almannagæði, svo hið opinbera þarf að koma að borðinu.
    Miðað við gefnar forsendur er umtalsverður hreinn ábati af verkefnunum öllum, sér¬staklega fyrir þiggjendur, en einnig fyrir Íslendinga. Næmnigreining gefur ekki til kynna að þessar niðurstöður standi veikum fótum. Þó verður að hafa í huga að allmargar forsendur eru áætlaðar af höfundi, en þær þyrfti að meta betur með nánari rannsóknum.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Accepted: 
  • May 29, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2896


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MscRitgerdEdFinalJHB_fixed.pdf1.54 MBLockedHeildartextiPDF