is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28970

Titill: 
 • Hvert er ferðinni heitið? Samband rafræns umtals við víddir kenningar áætlaðrar hegðunar.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umtal (e. word of mouth) hefur lengi verið talið vera áhrifamikill þáttur í að móta kauphegðun neytenda þar sem upplýsingamiðlun á sér stað milli neytenda um vöru, þjónustu eða vörumerki í hversdagslegum samtölum þeirra á milli. Þegar umtal fer fram á netinu er það nefnt rafrænt umtal, en aukin internetvæðing hefur leitt það af sér að rödd neytenda er nú háværari en áður þar sem þeim er mögulegt að ná til fleiri einstaklinga. Rafrænt umtal getur haft mikil áhrif á viðhorf neytenda gagnvart fyrirtækjum. Rafrænt umtal gegnir sérstaklega mikilvægu hlutverki hjá þjónustufyrirtækjum þar sem óáþreifanleiki þjónustunnar gerir það að verkum að ómögulegt er fyrir neytendur að reyna hana áður en hennar er neytt. Ein af þeim þjónustugreinum, sem gagnast hvað mest af rafrænu umtali, er ferðaþjónusta.
  Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort notkun erlendra ferðamanna á rafrænu umtali skýri ákvörðun þeirra um að hafa valið Ísland sem áfangastað en hegðunarmynstur þeirra var greint samkvæmt kenningu áætlaðrar hegðunar. Með þessari rannsókn gafst tækifæri til þess að skilja hvernig rafrænt umtal er að hafa áhrif á ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands sem er mikilvægt í ljósi þess að aukin internetvæðing hefur breytt því hvernig neytendur geta nálgast upplýsingar. Neytendur hafa nú meiri möguleika á því að velja og hafna þeim upplýsingum sem þeir vilja innbyrða. Fræðilegt framlag rannsóknarinnar felst í því að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundir á Íslandi þar sem kenningu áætlaðrar hegðunar er ætlað að greina hegðun ferðamanna sem koma hingað til lands. Því getur hún þjónað sem ákveðinn grunnur fyrir frekari rannsóknir á sviðinu. Mælitækið hefur verið þróað frá fyrri rannsókn Jalilvand og Samiei frá árinu 2012 og ætti því að leiða í ljós enn betur skýrimátt rafræns umtals á hegðun ferðamanna.
  Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem kannað var hvernig ferðamennirnir hefðu nýtt sér rafrænt umtal áður en þeir lögðu í ferðalagið til Íslands en einnig var mælitækinu ætlað að mæla hegðunarmynstur ferðamannanna út frá kenningu áætlaðrar hegðunar. Notast var við hentugleikaúrtak og var spurningakönnun dreift til erlendra ferðamanna í Flybus hópferðabílum Iceland Excursions á leið sinni milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur og fengust 306 þátttakendur.
  Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta forspárgildi kenningar áætlaðrar hegðunar á fyrirætlaða hegðun þar sem staðfest er að viðhorf gagnvart því að ferðast til Íslands, huglægar venjur gagnvart Íslandi og skynjuð stjórn hegðunar að ferðast til Íslands skýra þá fyrirætlun að ferðast til Íslands. Jafnframt leiddu niðurstöður í ljós að ekki er hægt að fullyrða að rafrænt umtal skýri þá hegðun erlendra ferðamanna að velja að ferðast til Íslands.

Samþykkt: 
 • 11.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms-real-pdf.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemmu mynd.pdf767.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF