is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28972

Titill: 
  • Stafræn mannfræði og Internet pólitík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður fjallað um stafræna mannfræði og Internet pólitík. Það verður farið yfir hvernig mannfræði hefur tekið á stafræna heiminum, sem byrjaði með mannfræði tækni og Internetsins og þróaðist yfir í það sem sumir kalla stafræna mannfræði. Ásamt þróun stafrænnar mannfræði verða rannsóknaraðferðir hennar skoðaðar en með nýjum vettvangi rannsókna varð þörf á aðlögun aðferða innan mannfræðinnar. Áhersla var lögð á að laga rannsóknaraðferðir að hverju sinni að rannsókn, þátttakendum, rannsókninni og tækninni sem notuð er og að það þurfi að fylgja viðfangsefni sínu bæði í stafræna heiminum og í efnislega heiminum. Næst verður sjónum beint að Internet pólitík, sem er eitt að viðfangsefnum stafrænnar mannfræði. Ákveðin þemu hafa komið fram og verið viðvarandi deiluefni á Netinu. Nýjar eignir urðu til, sem varð til þess að spurningar um eignarétt, höfundarétt, hugverk (e. intellectual property) og frjálsan hugbúnað vöknuðu. Upphafleg hugsjón Internetsins var sameina fólk, að dreifa þekkingu og að þekking ætti að vera aðgengileg öllum, en í dag er þetta ekki raunin. Ritskoðun og takmarkað aðgangi að Internetinu hefur unnið gegn Interent frelsi og það er að minnka með ári hverju. Stafrænn aktívismi og hakkarar deila hugsjónum um frjálsan aðgang og frjálst og opnið streymi þekkingar. Hvort tveggja byggja því á þessum þemum. Þar sem mikið af daglegu lífi manna er orðið samofið stafrænni tækni er rökrétt að stafrænn aktívismi færist að einhverju leyti yfir á stafræna miðla sem bjóða upp á beina þátttöku á rauntíma. Hakkarar eru farnir að reyna að minnka skilin á milli tækni athafna og pólitískri orðræðu, en þeir eru ekki einsleitur hópur og hakka í mismunandi tilgangi þrátt fyrir að þeir byggi flestir á hugsjónum um internet frelsi. Internetið og stafrænir miðlar hafa opnað fyrir ýmsar nýjar umræður og deilur og með þróun þeirra bætast alltaf við nýir félagsheimar fyrir mannfræðinga að rannsaka.

Samþykkt: 
  • 12.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28972


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stafræn mannfræði og Internet pólitík Lokaskjal .pdf447.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf283.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF