is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28973

Titill: 
 • Vinnustaðamenning íslensks hugbúnaðarfyrirtækis
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vinnustaðamenning er það fyrirbæri sem aðgreinir eina skipulagsheild frá annarri og getur jafnframt haft áhrif á ólíkar starfseiningar innan skipulagsheilda.
  Hugtakið er víðtækt og ekki er til ein algild skilgreining sem tekur tillit til allra þátta sem hugtakið felur í sér en helstu þættir sem mynda vinnustaðamenningu eru gildi, viðhorf, upplifanir og hegðun starfsmanna. Vinnustaðamenning setur lit sinn á alla skipulagsheildina, starfsemi hennar og hefur að auki áhrif á frammistöðu. Ákveðnir stjórnunarhættir eru taldir leiða til sterkra vinnustaðamenninga og hafa verið settar fram ýmsar rannsóknaraðferðir til þess að greina vinnustaðamenningu ásamt styrkleika og veikleika.
  Markmið rannsóknarinnar var að greina vinnustaðamenningu hjá íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem notast við óhefðbundna stjórnunarhætti. Fyrirtækið starfar eftir eigin stjórnunarkerfi sem felur meðal annars í sér mikið gegnsæi í starfseminni allri, jafna valddreifingu og sjálfræði í vinnu. Leitast var við að koma auga á helstu einkenni vinnustaðamenningarinnar ásamt því að greina styrkleika og veikleika hennar.
  Í rannsókninni var notast við líkan Denison og var spurningalisti sem byggður var á líkaninu, Denison Organizational Culture Survey (DOCS), lagður rafrænt fyrir starfsmenn fyrirtækisins í maí 2017. Spurningalistinn inniheldur 60 spurningar sem endurspegla fjórar yfirvíddir sem hafa áhrif á frammistöðu og árangur skipulagsheilda. Yfirvíddirnar eru þátttaka og aðild, aðlögunarhæfni, samræmi og markmið. Þegar rannsóknin var framkvæmd störfuðu alls 23 starfsmenn hjá fyrirtækinu og alls tóku 13 þátt í rannsókninni.
  Helstu niðurstöður eru þær að vinnustaðamenning fyrirtækisins telst sterk þar sem allar yfirvíddir mælast ýmist á efri mörkum starfhæfs bils eða á styrkleikabili. Það bendir til þess að ekki sé brýn þörf á úrbótum. Einnig sýnir samanburður á niðurstöðum úr sambærilegum rannsóknum að vinnustaðamenning fyrirtækisins mælist að jafnaði sterkari en hjá öðrum skipulagsheildum.

Samþykkt: 
 • 12.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Lokaútgáfa.pdf2.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman.pdf1.95 MBLokaðurYfirlýsingPDF