Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28976
Í þessari ritgerð er fjallað um mikilvægi alþjóðasamstarfs í vörnum gegn hryðjuverkum og sérstaklega skoðað hve mikilvægt alþjóðasamstarf er fyrir Ísland og hvort Ísland leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn hryðjverkum. Upplýsingar eru lykilatriði þegar kemur að vörnum gegn hryðjuverkum og er áhersla lögð á það í öllu samstarfi að upplýsingaflæði gangi sem best. Fjallað verður um Europol, UKUSA samkomulagið og Schengen samninginn auk annarra alþjóðaöryggisstofnanna sem vinna gegn hryðjuverkum. Farið er yfir hver hryðjuverkaógn er á Íslandi og hvernig vörnum gegn hryðjuverkum er háttað hér á landi. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og þar sem hryðjuverk eru alþjóðleg ógn er ekki hægt að útiloka að hér verði framin hryðjuverk. Niðurstöður ritgerðarinnar, sem byggð er á þeim gögnum sem eru aðgegnileg, leiða í ljós að Íslendingar fá meira af upplýsingum úr alþjóðasamstarfi en þeir gefa til baka.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerði LOKASKIL.pdf | 608.78 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlýsing.jpg | 518.35 kB | Locked | Yfirlýsing | JPG |