Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28977
Mikilvægt er fyrir hverja faggrein að líta til framtíðar til þess að reyna að átta sig á hvar áherslur ættu að liggja. Erlendir rannsakendur hafa sett fram framtíðarstrauma í verkefnastjórnun en þeim hefur ekki verið raðað eftir mikilvægi hingað til. Í þessari rannsókn var næsta skref tekið og tólf framtíðarstraumar teknir og þeim forgangsraðað með það að markmiði að koma auga á meginstrauma verkefnastjórnunar á Íslandi til ársins 2025. Helstu niðurstöður voru þær að árið 2025 verði meirihluti skipuheilda á Íslandi orðnar verkefnadrifnar, stjórnendur þeirra styðja vel við verkefni og notast er við nýjar aðferðir við úrvinnslu flókinna verkefna ásamt því að fagþekking verkefnastjóra er mikil. Niðurstöðurnar gefa því til kynna hvaða áskoranir eru framundan innan verkefnastjórnunar á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verkefnavæðing í íslensku hagkerfi-Framtíðarstraumar í verkefnastjórnun á Íslandi.pdf | 384.56 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |