is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28982

Titill: 
  • Notkun hermilíkana við stjórnun og skipulag á spítölum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Spítalar eru mikilvægir hlekkir í þjónustukeðju heilbrigðiskerfisins og er eðli starfsemi þeirra flókin sem veldur margvíslegum áskorunum í rekstri, skipulagi, stjórnun og við ákvarðanatöku. Í dag eru síauknar kröfur á spítala að veita skilvirka gæðaþjónustu og tryggja um leið hámarksöryggi fyrir minni kostnað. Slíkt krefur stjórnendur til að leita gagnreyndra leiða við upplýsta ákvarðanatöku sem og árangursríkra leiða við endurbætur á þjónustu. Hermilíkön hafa víða verið notuð í spítalarekstri erlendis í þeim tilgangi en hafa lítið sem ekkert verið notuð á spítölum hér á landi. Í rannsókninni er leitast við að svara því hvernig hermilíkön geta nýst við stjórnun og skipulag á íslenskum spítölum. Rannsóknaraðferðin er eigindleg og byggir á fimm viðtölum við einstaklinga sem hafa þekkingu og reynslu af notkun hermilíkana. Leitast er við að spegla reynslu þeirra inn í spítalaumhverfið. Helstu niðurstöður eru þær að margvísleg tækifæri eru fyrir hermilíkön í spítalarekstri. Líkönin eru vel til þess fallin að endurspegla og öðlast skilning á flóknum kerfum sem einkennast af breytileika og keðjuverkun líkt og einkennir spítalastarfsemi. Það að geta gert tilraunir á starfseminni í áhættulausu umhverfi hermilíkansins er einn helsti ávinningur þeirra fyrir spítala. Þá gagnast þau við ákvarðanatöku, sérstaklega þegar taka þarf kostnaðarsamar ákvarðanir sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar í flóknu og viðkvæmu spítalaumhverfi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðarrannsóknir geti spilað mun stærra hlutverk við stjórnun og skipulag á íslenskum spítölum, það krefst þverfaglegt samstarfs og eru verkefnastjórar þar í lykilhlutverki.
    Lykilorð: Hermilíkön, sjúklingaflæði, stjórnun, spítalar, aðgerðarrannsóknir.

  • Hospitals are an essential part of the healthcare system, the nature of their activities is complex which causes a variety of operational, organizational, management and decision-making challenges. Today, hospitals are increasingly demanded to provide efficient services with high quality, while ensuring highest safety at lower costs. This requires the Management of these institutions to base their decision making on a broad range of proven facts to find ways to improve the services efficiently. For this purpose computer simulation models have widely been used in hospitals abroad, but little or no use of computer simulation is made in Icelandic hospitals. The study aims to answer how computer simulation models can be used as a method for managing and organizing Icelandic hospitals. The research method is qualitative and is based on interviews with five individuals, all having knowledge and experiences of using computer simulation models. Their experiences are in this study applied to a hospital environment. The main conclusion is that there are many opportunities for using computer simulation models within hospitals in Iceland. Computer simulation models are well suited to use to get a better understanding of complex systems that are characterized by high variability and chain reactions, characteristic of hospital operations. One of the primary benefits simulation offers is the possibility to experiment within a risk-free environment. Computer simulation models are also beneficial to use for decision making, especially when decisions are needed that can have severe and costly consequences in complex and sensitive hospital settings. Results indicate that operational research can play a much larger role as base when managing and organizing Icelandic hospitals. However, this requires strong cross-functional cooperation, where project managers play a key role.
    Keywords: computer simulation models, patient flow, management, hospitals, operational research.

Samþykkt: 
  • 12.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun hermilíkana_MPM.pdf793.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna