is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28995

Titill: 
  • Hnignun frjálslyndisstefnunnar innan alþjóðakerfisins: Afstaða stærstu hagkerfanna til alþjóðasamvinnu
  • Titill er á ensku The Decline of the Liberal World Order
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur borið á þeirri þróun að ríki heimsins sjái hag sinn utan samvinnu á alþjóðasviðinu. Alþjóðleg samvinna byggir á gildum frjálslyndisstefnunnar og eru helstu kenningar hennar mátaðar við viðfangsefni þessarar ritgerðar. Sagt er frá afstöðu og hegðun Bandaríkjanna, Kína, Indlands og Rússlands gagnvart þremur alþjóðastofnunum: Alþjóðaviðskiptastofnuninni, Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Bandaríkin hafa gegnt stöðu oddaveldis frá falli Sovétríkjanna, en hin þrjú ríkin hafa stækkað ört undanfarin ár og eru því farin að krefjast aukinna áhrifa og valda innan alþjóðakerfisins. Tregða Bandaríkjanna til þess að gefa eftir völd innan alþjóðastofnana hefur neytt hin ríkin til að taka málin í eigin hendur og hafa þau komið á fót eigin stofnunum sem gegna sama hlutverki og þær sem Bandaríkin leiða. Á sama tíma hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýst því yfir að hann sjái hag Bandaríkjanna betur borgið utan alþjóðastofnana. Alþjóðakerfið er því farið að einkennast af svæðisbundnum stórveldum og hefur dregið úr samvinnu á alþjóðlegum vettvangi. Frjálslyndisstefnan virðist því standa frammi fyrir ákveðinni sjálfsmyndarkrísu sem leysa þarf úr sem allra fyrst.

Samþykkt: 
  • 12.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-DanielFreyrBirkisson.pdf607.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-DanielFreyr.pdf21.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF