is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28998

Titill: 
  • Afskriftir neytendalána og lánshæfismat einstaklinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lánveitingum fylgir áhætta – þó mikill meirihluti lána sé greiddur til baka þá er alltaf einhver hluti þeirra sem lendir í vanskilum og eru afskrifuð. Megin markmið þessa verkefnis var greining afskrifta á raðgreiðslulánum Borgunar. Aðeins voru unnar upplýsingar frá útrunnum lánum, sem eru lán sem annaðhvort höfðu verið uppgreidd eða afskrifuð á árunum 2006 til 2017. Athugað var hvort fyrirfram ákveðnar frumbreytur hefðu tengsl við líkur á því að lán væri afskrifað. Frumbreyturnar voru kyn, aldur, búseta, hjúskaparstaða, ríkisfang, atvinnugrein söluaðila, árstími, lánstími, greiðsluaðferð, fjöldi lána og lánsfjárhæð. Annar tilgangur var að athuga hvort nýta mætti upplýsingar frá þessum breytum inn í lánshæfismat Borgunar með það að markmiði að bæta útlánasafnið. Helstu niðurstöður voru að fjórar breytur höfðu marktæk tengsl við líkur á afskriftum en það voru aldur, hjúskaparstaða, greiðsluaðferð og lengd lánstíma. Aðrar breytur höfðu lítil sem engin tengsl við líkur á afskriftum. Breyturnar greiðsluaðferð og lánstími höfðu mesta forspágildið fyrir líkur á afskriftum. Greiðsluaðferð og lánstími eru breytur sem eru ekki til þess fallnar að setja beint inn í lánshæfismat þar sem þær eru frekar tengdar almennum lánaskilyrðum. Niðurstöður undirstrika þó mikilvægi þess að lánaskilyrði þessara tveggja breyta séu í föstum skorðum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórarna Gró Friðjónsdóttir kt. 180286-3229 (Afskriftir neytendalána og lánshæfismat einstaklinga).pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis - Þórarna Gró Friðjónsdóttir.pdf261.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 5 ár.