is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29001

Titill: 
 • Efnahagsleg áhrif hlaupaferðamanna á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hugtakið „íþróttaferðamennska“ varð til undir lok síðustu aldar, en fræðimenn skilgreindu hugtakið sem svo að það merkti ferðalag sem hefur þann megintilgang að taka þátt í eða að horfa á íþróttaviðburð.
  Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hver efnahagsleg áhrif hlaupaferðamanna á Íslandi eru fyrir árið 2016. Rannsóknin byggir á erlendum þátttakendum í þremur stórum almenningshlaupum, Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, Miðnæturhlaupi Suzuki og Laugavegshlaupinu, en öll þessi hlaup eru skipulögð af Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Upplýsingar um fjölda þátttakenda eru fengnar frá Önnu Lilju Sigurðardóttur starfsmanni ÍBR. Þær efnahagslegu forsendur sem ég notaði voru ferðaneysla erlendra ferðamanna, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu.
  Mikil aukning hefur verið í þátttöku erlendra hlaupara í þessum þremur hlaupaviðburðum á síðustu 10 árum. Á síðasta ári tóku 5.371 erlendur einstaklingur þátt í þessum þremur hlaupaviðburðum og var það 34,6% aukning frá árinu 2015, en á sama tíma var aukning ferðamanna 39%.
  Samkvæmt skilgreiningum fræðimanna eins og Hall, Hinch og Higham og Gammon og Robinsson, þarf megintilgangur ferðar að vera sá að taka þátt í hlaupinu til að þátttakandinn falli undir skilgreininguna á íþróttaferðamanni. Íþróttabandalag Reykjavíkur gerði skoðanakönnun meðal þátttakanda í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka árið 2016 og þar kom fram að 49% erlendra þátttakenda höfðu ferðast til landsins í þeim tilgangi að taka þátt í hlaupinu (Anna Lilja Sigurðardóttir, munnleg heimild 15. maí 2017).
  Niðurstöður útreikninga minna sýna að efnahagslegur ábati hlaupaferðamanna árið 2016 er 436.435.988 kr. miðað við meðalútgjöld ferðamanna árið 2015, eða 0,21% af heildar ferðaneyslunni árið 2015.

Samþykkt: 
 • 12.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnahagsleg áhrif hlaupaferðamanna á Íslandi.pdf953.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf63.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF