is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29003

Titill: 
  • Loftslagsstefnur sveitarfélaga: Hlutverk, ábyrgð, einkenni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um opinbera stefnumótun í loftslagsmálum, með áherslu sveitarfélög á Íslandi. Í rannsókninni var í fyrsta lagi kannað hvað mörg sveitarfélög á Íslandi væru búin að setja sér loftslagsstefnu og ef ekki, þá til vara umhverfisstefnu. Markmið þessarar rannsóknar er annars vegar að kanna hvaða einkenni þau sveitarfélög sem hafa sett sér loftslagsstefnu hafa og hins vegar að finna út hvort og þá hvernig íslensk sveitarfélög geti tekið þátt í að uppfylla alþjóðlega samninga sem Ísland hefur gert í tengslum við baráttuna gegn loftslagsbreytingum.
    Notast var við blandaðar rannsóknaraðferðir þar sem megindlegra gagna var aflað fyrst þar sem sendar voru fyrirspurnir á öll sveitarfélög á Íslandi og svörin greind. Svörunum var svo fylgt eftir með viðbótargagnaöflun þar sem tekin voru eigindleg viðtöl við fulltrúa þeirra sem voru búin að setja sér loftslagsstefnu. Vegna þess hve fá sveitarfélög svöruðu því játandi að hafa samþykkt loftslagsstefnu var ákveðið að víkka rannsóknina út og taka einnig viðtöl við sveitarfélög sem voru þátttakendur í loftslagsverkefni, voru að undirbúa loftslagsstefnusetningu eða voru þátttakendur í annars konar umhverfisverkefni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hlutverk sveitarfélaga í baráttu gegn loftslagsbreytingum getur verið mikilvægt en það er óskýrt af hálfu stjórnvalda þar sem ekki er gerð nein krafa á þau sveitarfélögin um stefnusetningu í loftslagsmálum. Annað hvort verða þau að taka það að sér sjálf eða taka þátt í verkefnum sjálfstæðra samtaka. Tilgáta var sett fram um að stefnuleysið væri afleiðing ómarkvissrar langtíma stefnumótunar.

Samþykkt: 
  • 13.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
12. september.pdf935.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
OlafiaErlaSvansdottir.JPG1.48 MBLokaðurYfirlýsingJPG