is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29004

Titill: 
  • Börn í varanlegu fóstri. Réttindi, staða og tengslamyndun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna fram á að barnavernd vinnur að því að hjálpa börnum sem eiga í erfiðleikum hvort sem er vegna eigin hegðunar eða vanrækslu af höndum umönnunaraðila sinna. Barnaverndarstarf er í stöðugri þróun og endurskoðun og með þeim fjölbreyttu úrræðum sem barnavernd býður uppá, er reynt að koma til móts við þau börn sem þau hafa afskipti að, eins og best hentar hag og þörfum þeirra. Þegar tengslamyndun fósturbarna var skoðuð kom í ljós að það sem virðist skipta höfuðmáli við myndun góðra tengsla milli umönnunaraðila og barns er öryggi, umönnun og vernd. Gæði tengslamyndunar geta verið misgóð, og getur tengslamyndun þróast á ýmsa vegu. Niðurstöður leiddu í ljós að aldur barna skiptir miklu máli þegar kemur að möguleika þeirra til að mynda tengsl við fósturforeldra. Þau börn sem fóru ung í fóstur áttu auðveldara með að tengjast umönnunaraðila sínum heldur en þau börn sem fóru eldri í fóstur, samt sem áður er tengslamyndun fósturbarna alltaf möguleiki. Aldur er ekki eina forsenda þess að börn í fóstri myndi góð tengsl við fósturforeldra heldur eru þar aðrir hlutir sem skipta einnig máli eins og öryggiskennd barnsins, hvernig uppeldi það hefur fengið og hvernig heilinn þroskast. Ef barni er ekki sinnt getur orðið röskun á sálrænum og líffræðilegum viðbrögum sem getur haft áhrif á bæði skemmri og lengri tíma. Ef barn fær ekki þá svörum sem það þarf, getur það meðal annars leitt til þess að sjálfsmynd barnins verði neikvæð eða að barn þekkir ekki tilfinningarnar sínar.

Samþykkt: 
  • 13.9.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/29004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Lokaskjal.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SKMBT_C45417091220330.pdf362.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF