Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/29008
Konur eru í miklum meirihluta örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á Íslandi. Meirihlutinn er með greininguna stoðkerfisvandamál eða geðraskanir við fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat.
Í þessari ritgerð er fjallað um hvað einkennir félagslega stöðu íslenskra kvenna á örorku- og endurhæfingarlífeyri. Fjallað er um hvað það er í félagsveruleika kvenna sem veldur því að þær eru svo miklu líklegri til að þróa með sér geðraskanir og stoðkerfisvandamál. Til þess að varpa ljósi á efnið er fjallað um rannsóknir og kenningar þar að lútandi. Rýnt er í tölfræði um hjúskaparstöðu, sjúkdómsgreiningarflokka, barnafjölda, það hvort þær hafi þegið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi og það hvort þær hafi atvinnutekjur, konurnar sem fá greiddan endurhæfinga- og örorkulífeyri frá Tryggingastofnun.
Niðurstöðurnar benda til þess að hlutverk kvenna í atvinnu og einkalífi spili þar stórt hlutverk, sem og líkamsburðir.
Mikilvægt er að rannsaka þennan veruleika nánar með það að augamiði að finna lausnir. Frekari rannsókna og aðgerða er sannarlega þörf.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Konur á örorku- og endurhæfingarlífeyri.pdf | 2.91 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlýsing.pdf | 40.43 kB | Locked | Yfirlýsing |