is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/29009

Titill: 
 • Sérsniðin úrræði út frá þörfum barns. Viðhorf barnaverndarstarfsmanna til meðferðarúrræða Barnaverndastofu.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknar þessarrar var að kanna viðhorf barnaverndarstarfsmanna til meðferðarúrræða Barnaverndarstofu, Fjölkerfameðferðar MST, Stuðla og meðferðarheimila. Voru barnaverndarstarfsmenn spurðir um áherslur í meðferðinni, árangur og hvaða börnum meðferðin gagnaðist. Einnig var spurt um hversu vel starfsmenn þekktu úrræðin og hversu oft þeir hefðu nýtt sér þau fyrir börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu. Barnaverndarstarfsmenn voru ennfremur spurðir að því hvernig bæta mætti meðferðarúrræðin að þeirra mati og hvað þeim fannst vanta fyrir þessi börn. Þá var einnig leitað álits hjá svarendum um hvernig þeir teldu að Barnaverndarstofa stæði sig varðandi lögbundið hlutverk stofnunarinnar.
  Alls tóku 77 þátt í könnuninni sem er 73% svörun. Niðurstöður sýna að starfsmenn eru almennt ánægðir með meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu. Sérstaklega er mikil ánægja með MST fjölkerfameðferð, meðferðarheimilið Laugalandi og Neyðarvistun Stuðla. Fram kemur í svörum starfsmanna að á milli 80 til 90% þekkja vel til MST, neyðarvistunar Stuðla og meðferðardeildar Stuðla. Um helmingur svarenda segist þekkja vel til meðferðarheimilanna Háholts, Laugalands og Lækjarbakka. Það úrræði sem flestir barnaverndarstarfsmenn segjast hafa nýtt fyrir börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu er neyðarvistun Stuðla en 80% starfsmanna greina frá því að þeir hafi vistað börn þar. Um það bil tveir þriðju segjast hafa nýtt úrræðið MST og meðferðardeild Stuðla. Það eru svo um það bil 30% starfsmanna sem hafa nýtt meðferðarheimili Barnaverndarstofu fyrir börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu. Einnig kemur fram að meirihluti starfsmanna barnaverndarnefnda telja að Barnaverndarstofa sinni vel hinu lögbundnu hlutverki sínu. Það sem þátttakendur benda á að bæta þurfi er að efla þurfi vímuefnameðferð fyrir börn einnig ræða þeir mikilvægi þess að koma á fót meðferðarúrræði sem bæði tekur á geðrænum erfiðleikum og/eða þroskavanda barna svo og hegðunarvanda s.s. afbrotum, neyslu vímuefna o.s.frv.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine the attitude of child protection workers to the treatment methods used by the Government Agency for Child Protection, the MST (Multisystemic Therapy) programme and the approaches used at Stuðlar and other Residential treatment homes. Workers were asked about points of emphasis in treatment, success rates and what types of children and young people benefited from the treatment. They were asked how familiar they were with the methods, how (in their view) the methods could be improved and what they felt was missing in the treatment for children who place their health and maturity at risk. They were also asked their opinion of how well the Government Agency for Child Protection fulfilled its legally-prescribed responsibilities.
  There were 77 participants in the survey, a response rate of 73%. The findings reveal general satisfaction with the treatment administered by the Government Agency for Child Protection, in particular with the MST programme, the Laugaland residential treatment home and the emergency placement facility at Stuðlar. According to their responses, 80-90% of participants had a good knowledge of the MST programme and of the emergency placement and residential treatment at Stuðlar. About half the respondents reported a good knowledge of the Háholt, Laugaland and Lækjarbakki residential tretment homes. Most (80%) reported having used emergency placement at Stuðlar as a solution for for children who place their health and maturity at risk; about two-thirds reported having used the MST programme and the treatment unit at Stuðlar. About 30% had used the Government Agency Child Protection Agency’s residential treatment homes. It was also found that a majority of child protection workers considered that the Government Agency for Child Protection discharged its legally-prescribed responsibilities well. Regarding improvements, most participants pointed out that treatment for young substance abusers was needed. They also mentioned the importance of establishing treatment programmes for children to deal with both psychiatric and/or developmental problems as well as deviant behaviour (criminality, drug abuse, etc.).

Samþykkt: 
 • 13.9.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/29009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Einarsdóttir.pdf944.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf378.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF